Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 85-67 Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 25. febrúar 2013 11:11 Mynd/Daníel KR-ingar unnu í kvöld öruggan 18 stiga sigur á ÍR-ingum í Dominos deild karla. Eftir jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar settu heimamenn í gír í öðrum leikhluta og héldu öruggu forskoti út leikinn. Á meðan KR-ingar sitja um miðja deild eru ÍR-ingar í hörku baráttu um sæti sitt í deildinni. Þeir voru neðstir fyrir leiki kvöldsins með 8 stig og þurfa nauðsynlega að fara að taka stig ætli þeir sér áframhald í Dominos deildinni. Fyrsti leikhluti var afar jafn, liðin skiptust á forskotinu með stuttum rispum en aldrei náðist gott forskot. Leikhlutanum lauk svo 23-22, KR-ingum í vil þar sem Finnur Atli Magnússon og Eric James Palm voru með 10 stig fyrir hvort lið. Jafnræði var áfram með liðunum fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Þá kom hinsvegar góður 14-3 kafli hjá KR-ingum sem náðu loksins að slíta sig aðeins frá gestunum. Þeir héldu forskotinu út hálfleikinn og var staðan 55-42 í hálfleik fyrir KR-inga sem voru hittnari og mun grimmaru undir körfunni í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta gengu KR-ingar einfaldlega frá leiknum. Góð vörn gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu aðeins að skora tvær körfur utan af velli fyrstu tæplega átta mínúturnar af leikhlutanum. Góð rispa ÍR-inga rétt fyrir lok leikhlutans gaf þeim veika von fyrir fjórða leikhlutan og þeir náðu muninum fljótlega niður í fimmtán stig. Þá gáfu KR-ingar aftur í og einfaldlega gengu frá leiknum. Stutt 5-0 rispa og munurinn var kominn aftur upp í 20 stig þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru rólegar og náðu gestirnir aðeins að klóra í bakkann á seinustu mínútunum. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur í liði KR með 23 stig og bætti Kristófer Acox við xx stigum. Í liði gestanna var Eric James Palm með 28 stig ásamt því að Vilhjálmur Theodór Jónsson setti niður 16 stig. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum á flestum sviðum og var sigur þeirra öruggur. Annann leikinn í röð voru ÍR-ingar í vandræðum undir körfunni þar sem KR hirti mun fleiri fráköst og voru einfaldlega mun grimmari.KR-ÍR 85-67 (23-22, 32-20, 20-13, 10-12)KR: Finnur Atli Magnusson 23/7 fráköst, Kristófer Acox 17/7 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 13/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/4 fráköst, Brandon Richardson 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Darshawn McClellan 6/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 6/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 2/6 fráköst, Darri Freyr Atlason 2.ÍR: Eric James Palm 28/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 16/4 fráköst, Tómas Aron Viggóson 6, Ellert Arnarson 5, Hjalti Friðriksson 4, Sveinbjörn Claessen 4, Þorgrímur Emilsson 2/7 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2/5 fráköst. Helgi: Viljum alltaf vinna frákastabaráttuna„Það er fínt að ná sigri aftur, það er búið að vera ströggl á okkur upp á síðkastið og þetta var ágætt í kvöld," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari og leikmaður KR eftir leikinn. „Þetta var erfitt tap í síðasta leik í Njarðvík en við getum ekki hugsað of mikið um það. Það eru fimm leikir eftir og við þurfum að byggja upp smá momentum fyrir úrslitakeppnina. Að vera á góðri siglingu þegar hún byrjar er gríðarlega mikilvægt." Eftir jafnræði fyrstu mínútur leiksins hertu KR-ingar skrúfurnar í vörninni og byggðu smátt og smátt upp forskot. „Við náðum að byggja á vörninni, Eric Palm fór að þreytast eftir frábærann fyrri hálfleik og við náðum að spila vel bæði í öðrum og þriðja leikhluta." „Svona viljum við spila, góða vörn og út frá því fáum við auðveldar körfur. Grundvallarkörfubolti sem við viljum spila og vonandi getum við byggt á því." „Við vissum fyrir leik að við værum með hærra lið en ÍR og okkar markmið er að vinna alltaf frákastabaráttuna. Við eigum efni í að vinna flesta í frákastabaráttu. Það er lokahnykkurinn í góðri vörn, að taka niður frákastið og reyna að keyra hraðaupphlaup og fá auðvelda körfu," sagði Helgi. Herbert: Erfitt að slást við KR-inga„Byrjunin á seinni hálfleik var ekki góð, við þurfum margt að laga fyrir næstu leiki," sagði Herbert Svavar Arnarson, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Við erum aðeins þrettán stigum undir í hálfleik sem átti að vera ellefu stig. Stóra áhyggjuefnið var ekki staðan heldur hlutir í öðrum leikhluta sem gengu illa." KR-ingar voru mun betri á flestum tölfræðisviðum í leiknum í kvöld. „Við skutum boltanum ekki vel, 2/16 í þriggja stiga skotum og 36.95% nýting í tveggja stiga skotum og svo taka þeir mun fleiri fráköst. Þegar þú leggur þetta saman er ansi erfitt að vinna körfuboltaleik." „Það skal ekki taka það af þeim að KR-ingar eru með mjög sterkt lið. Þeir geta sett út tvö ólík lið inná og þeir gerðu það sem þurfti að gera í kvöld." „Finnur átti góðann skotdag auk þess sem Kristófer fékk að leika of mikið lausum hala en það er erfitt að slást við KR-liðið, þeir eru með gríðarlega hátt og sterkt lið sem er erfitt að eiga við," sagði Herbert. Kristófer: Erum með mikla breidd„Við vildum koma sterkir út í þriðja leikhluta, það er búið að vera okkar veiki punktur hvernig við höfum komið úr leikhléinu," sagði Kristófer Acox, leikmaður KR eftir leikinn. „Við höfum verið að tapa leikjum út af þessu og við lögðum upp með það að koma sterkir út og halda áfram." „Eric var erfiður í fyrri hálfleik, skoraði 23 stig en það voru ekki margir aðrir að skila þannig við vissum að hann myndi þreytast. Þegar hann fór útaf þá settum við bara í gír," KR-ingar spiluðu góða vörn þar sem allir hjálpuðust að og dreifðu álaginu vel í kvöld. „Við erum með mikla breidd, jafnvel breiðasta hópinn í deildinni. Það geta allir komið inná og skilað einhverju, þegar allir koma og og skila sínu verður erfitt að vinna okkur," sagði Kristófer.Leik lokið: KR-ingar vinna öruggan sigur. Fjórði leikhluti: Helgi Magnússon klárar leikinn, galopinn í horninu og setur niður þrist. Munurinn kominn í 20 stig þegar 5 mínútur eru eftir. KR 82 - 62 ÍR. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn niður í fimmtán stig en tíminn er orðinn óvinur ÍR-inga. KR 77 - 62 ÍR.Þriðja leikhluta lokið - KR 75 - 55 ÍR: Heimamenn virtust ætla að gera út af við leikinn en 7-2 kafli ÍR-inga rétt undir lok leikhlutans gefur þeim veika von. Þriðji leikhluti: Brynjar Þór með fína rispu sem endar með tveimur stigum og hann endar í fanginu hjá ljósmyndurunum. KR 71 - 47 ÍR. Þriðji leikhluti: KR-ingar virka beittari hér í upphafi þriðja leikhluta, þeir virðast ætla að ganga frá þessum leik í þessum leikhluta. KR 69 - 46 ÍR. Þriðji leikhluti:Darshawn McClellan er í villuvandræðum, hann fær sína fjórðu villu þegar aðeins 25 sekúndur eru búnar af þriðja leikhluta. Hann er aðeins búinn að spila rúmlega 10 mínútur í dag en það hefur ekki hindrað KR-inga hingað til. KR 63 - 44 ÍR. Hálfleikur: Kristófer Acox nær að blaka boltanum ofaní, þeir áttu innkast þegar 0.08 sekúndur voru eftir en hann nær að blaka boltanum ofaní eftir sendingu frá Martini. 14-3 kafli heimamanna rétt fyrir hálfleikinn gerir það að verkum að þeir fara inn í hálfleik með ágætt forskot. ÍR-ingar eru ennþá inn í leiknum en verða að gera mun betur í seinni hálfleik. KR 55 - 42 ÍR. Annar leikhluti: Annan leikinn í röð eru ÍR að lenda í vandræðum undir körfunni. KR-ingar eru komnir með 22 fráköst gegn aðeins 9. Góður sprettur KR-inga rétt fyrir lok annars leikhluta og þeir eru komnir með 15 stiga forskot. KR 53 - 38 ÍR. Annar leikhluti: Finnur Atli og Eric James halda áfram, Finnur kominn upp í 16 stig og Eric kominn með 19. KR 45 - 36 ÍR. Annar leikhluti: KR-ingar eru yfir en ekki nema fjórum stigum þrátt fyrir að skjóta 72.7% í leiknum a móti 38.8% nýtingu gestanna. KR 35 - 31 ÍR. Fyrsta leikhluta lokið - KR 23 - 22 ÍR: Jöfnum fyrsta leikhluta lokið, liðin hafa verið að skiptast á forskotinu en ekki náð að viðhalda því. Finnur Atli Magnússon kominn með 10 stig fyrir heimamenn en í liði gestanna er Eric James Palm hefur einnig sett niður 10 fyrir gestina. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar að spila hápressu vörn líkt og í síðasta leik. KR-ingar lenda í vandræðum fyrst en ná svo að spila vel úr stöðunni og Kristófer Acox kemur með myndarlega troðslu. KR 22 - 22 ÍR. Fyrsti leikhluti: Góð rispa hjá ÍR-ingum, eru komnir með forystuna. KR 15 - 16 ÍR. Fyrsti leikhluti: Eric James Palm með öll 8 stig ÍR-inga. Finnur kominn með 7 fyrir heimamenn. KR 12 - 8 ÍR. Fyrsti leikhluti: Eric James Palm með stutta syrpu, fær pláss og setur niður þrist. Kemst svo inn í sendingu og treður og jafnar leikinn. KR 5 - 5 ÍR. Fyrsti leikhluti: Heimamenn byrja leikinn betur, ná 5-0 forskoti þegar rúmlega tvær mínútur eru búnar. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar vinna uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: D'Andre Jordan Williams er ekki með gestunum í kvöld. Hann varð fyrir einhverjum meiðslum rétt fyrir hálfleik í síðasta leik og spilaði ekki meir. Hann virðist ekki vera heill heilsu og situr á bekknum í kvöld. Fyrir leik: KR-ingar eru í 6. sæti fyrir leik kvöldsins. Þeir þurfa að vinna næstu leiki ætli þeir sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Fyrir leik: ÍR-ingar þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda sem þeir geta nælt sér í. Þeir sitja neðstir með 8 stig eftir tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Fyrir leik: Ef rýnt er í tölfræðina sem karfan.is bauð upp á má sjá að ÍR-ingar eiga erfitt verkefni framundan í kvöld. Breiðhyltingar hafa ekki sigrað leik í deildarkeppninni á heimavelli KR síðan 1996. Fyrir leik: Eins og kom fram fyrr í dag á Vísi er frítt á leikinn í kvöld í boði DHL en KR og DHL voru að skrifa undir áframhaldandi samstarf til ársins 2017. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og ÍR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja skipti frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
KR-ingar unnu í kvöld öruggan 18 stiga sigur á ÍR-ingum í Dominos deild karla. Eftir jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar settu heimamenn í gír í öðrum leikhluta og héldu öruggu forskoti út leikinn. Á meðan KR-ingar sitja um miðja deild eru ÍR-ingar í hörku baráttu um sæti sitt í deildinni. Þeir voru neðstir fyrir leiki kvöldsins með 8 stig og þurfa nauðsynlega að fara að taka stig ætli þeir sér áframhald í Dominos deildinni. Fyrsti leikhluti var afar jafn, liðin skiptust á forskotinu með stuttum rispum en aldrei náðist gott forskot. Leikhlutanum lauk svo 23-22, KR-ingum í vil þar sem Finnur Atli Magnússon og Eric James Palm voru með 10 stig fyrir hvort lið. Jafnræði var áfram með liðunum fyrstu mínúturnar í öðrum leikhluta. Þá kom hinsvegar góður 14-3 kafli hjá KR-ingum sem náðu loksins að slíta sig aðeins frá gestunum. Þeir héldu forskotinu út hálfleikinn og var staðan 55-42 í hálfleik fyrir KR-inga sem voru hittnari og mun grimmaru undir körfunni í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta gengu KR-ingar einfaldlega frá leiknum. Góð vörn gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu aðeins að skora tvær körfur utan af velli fyrstu tæplega átta mínúturnar af leikhlutanum. Góð rispa ÍR-inga rétt fyrir lok leikhlutans gaf þeim veika von fyrir fjórða leikhlutan og þeir náðu muninum fljótlega niður í fimmtán stig. Þá gáfu KR-ingar aftur í og einfaldlega gengu frá leiknum. Stutt 5-0 rispa og munurinn var kominn aftur upp í 20 stig þegar tæplega fimm mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru rólegar og náðu gestirnir aðeins að klóra í bakkann á seinustu mínútunum. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur í liði KR með 23 stig og bætti Kristófer Acox við xx stigum. Í liði gestanna var Eric James Palm með 28 stig ásamt því að Vilhjálmur Theodór Jónsson setti niður 16 stig. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum á flestum sviðum og var sigur þeirra öruggur. Annann leikinn í röð voru ÍR-ingar í vandræðum undir körfunni þar sem KR hirti mun fleiri fráköst og voru einfaldlega mun grimmari.KR-ÍR 85-67 (23-22, 32-20, 20-13, 10-12)KR: Finnur Atli Magnusson 23/7 fráköst, Kristófer Acox 17/7 fráköst/3 varin skot, Helgi Már Magnússon 13/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/4 fráköst, Brandon Richardson 7/7 fráköst/9 stoðsendingar, Darshawn McClellan 6/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 6/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 2/6 fráköst, Darri Freyr Atlason 2.ÍR: Eric James Palm 28/4 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 16/4 fráköst, Tómas Aron Viggóson 6, Ellert Arnarson 5, Hjalti Friðriksson 4, Sveinbjörn Claessen 4, Þorgrímur Emilsson 2/7 fráköst, Þorvaldur Hauksson 2/5 fráköst. Helgi: Viljum alltaf vinna frákastabaráttuna„Það er fínt að ná sigri aftur, það er búið að vera ströggl á okkur upp á síðkastið og þetta var ágætt í kvöld," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari og leikmaður KR eftir leikinn. „Þetta var erfitt tap í síðasta leik í Njarðvík en við getum ekki hugsað of mikið um það. Það eru fimm leikir eftir og við þurfum að byggja upp smá momentum fyrir úrslitakeppnina. Að vera á góðri siglingu þegar hún byrjar er gríðarlega mikilvægt." Eftir jafnræði fyrstu mínútur leiksins hertu KR-ingar skrúfurnar í vörninni og byggðu smátt og smátt upp forskot. „Við náðum að byggja á vörninni, Eric Palm fór að þreytast eftir frábærann fyrri hálfleik og við náðum að spila vel bæði í öðrum og þriðja leikhluta." „Svona viljum við spila, góða vörn og út frá því fáum við auðveldar körfur. Grundvallarkörfubolti sem við viljum spila og vonandi getum við byggt á því." „Við vissum fyrir leik að við værum með hærra lið en ÍR og okkar markmið er að vinna alltaf frákastabaráttuna. Við eigum efni í að vinna flesta í frákastabaráttu. Það er lokahnykkurinn í góðri vörn, að taka niður frákastið og reyna að keyra hraðaupphlaup og fá auðvelda körfu," sagði Helgi. Herbert: Erfitt að slást við KR-inga„Byrjunin á seinni hálfleik var ekki góð, við þurfum margt að laga fyrir næstu leiki," sagði Herbert Svavar Arnarson, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Við erum aðeins þrettán stigum undir í hálfleik sem átti að vera ellefu stig. Stóra áhyggjuefnið var ekki staðan heldur hlutir í öðrum leikhluta sem gengu illa." KR-ingar voru mun betri á flestum tölfræðisviðum í leiknum í kvöld. „Við skutum boltanum ekki vel, 2/16 í þriggja stiga skotum og 36.95% nýting í tveggja stiga skotum og svo taka þeir mun fleiri fráköst. Þegar þú leggur þetta saman er ansi erfitt að vinna körfuboltaleik." „Það skal ekki taka það af þeim að KR-ingar eru með mjög sterkt lið. Þeir geta sett út tvö ólík lið inná og þeir gerðu það sem þurfti að gera í kvöld." „Finnur átti góðann skotdag auk þess sem Kristófer fékk að leika of mikið lausum hala en það er erfitt að slást við KR-liðið, þeir eru með gríðarlega hátt og sterkt lið sem er erfitt að eiga við," sagði Herbert. Kristófer: Erum með mikla breidd„Við vildum koma sterkir út í þriðja leikhluta, það er búið að vera okkar veiki punktur hvernig við höfum komið úr leikhléinu," sagði Kristófer Acox, leikmaður KR eftir leikinn. „Við höfum verið að tapa leikjum út af þessu og við lögðum upp með það að koma sterkir út og halda áfram." „Eric var erfiður í fyrri hálfleik, skoraði 23 stig en það voru ekki margir aðrir að skila þannig við vissum að hann myndi þreytast. Þegar hann fór útaf þá settum við bara í gír," KR-ingar spiluðu góða vörn þar sem allir hjálpuðust að og dreifðu álaginu vel í kvöld. „Við erum með mikla breidd, jafnvel breiðasta hópinn í deildinni. Það geta allir komið inná og skilað einhverju, þegar allir koma og og skila sínu verður erfitt að vinna okkur," sagði Kristófer.Leik lokið: KR-ingar vinna öruggan sigur. Fjórði leikhluti: Helgi Magnússon klárar leikinn, galopinn í horninu og setur niður þrist. Munurinn kominn í 20 stig þegar 5 mínútur eru eftir. KR 82 - 62 ÍR. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn niður í fimmtán stig en tíminn er orðinn óvinur ÍR-inga. KR 77 - 62 ÍR.Þriðja leikhluta lokið - KR 75 - 55 ÍR: Heimamenn virtust ætla að gera út af við leikinn en 7-2 kafli ÍR-inga rétt undir lok leikhlutans gefur þeim veika von. Þriðji leikhluti: Brynjar Þór með fína rispu sem endar með tveimur stigum og hann endar í fanginu hjá ljósmyndurunum. KR 71 - 47 ÍR. Þriðji leikhluti: KR-ingar virka beittari hér í upphafi þriðja leikhluta, þeir virðast ætla að ganga frá þessum leik í þessum leikhluta. KR 69 - 46 ÍR. Þriðji leikhluti:Darshawn McClellan er í villuvandræðum, hann fær sína fjórðu villu þegar aðeins 25 sekúndur eru búnar af þriðja leikhluta. Hann er aðeins búinn að spila rúmlega 10 mínútur í dag en það hefur ekki hindrað KR-inga hingað til. KR 63 - 44 ÍR. Hálfleikur: Kristófer Acox nær að blaka boltanum ofaní, þeir áttu innkast þegar 0.08 sekúndur voru eftir en hann nær að blaka boltanum ofaní eftir sendingu frá Martini. 14-3 kafli heimamanna rétt fyrir hálfleikinn gerir það að verkum að þeir fara inn í hálfleik með ágætt forskot. ÍR-ingar eru ennþá inn í leiknum en verða að gera mun betur í seinni hálfleik. KR 55 - 42 ÍR. Annar leikhluti: Annan leikinn í röð eru ÍR að lenda í vandræðum undir körfunni. KR-ingar eru komnir með 22 fráköst gegn aðeins 9. Góður sprettur KR-inga rétt fyrir lok annars leikhluta og þeir eru komnir með 15 stiga forskot. KR 53 - 38 ÍR. Annar leikhluti: Finnur Atli og Eric James halda áfram, Finnur kominn upp í 16 stig og Eric kominn með 19. KR 45 - 36 ÍR. Annar leikhluti: KR-ingar eru yfir en ekki nema fjórum stigum þrátt fyrir að skjóta 72.7% í leiknum a móti 38.8% nýtingu gestanna. KR 35 - 31 ÍR. Fyrsta leikhluta lokið - KR 23 - 22 ÍR: Jöfnum fyrsta leikhluta lokið, liðin hafa verið að skiptast á forskotinu en ekki náð að viðhalda því. Finnur Atli Magnússon kominn með 10 stig fyrir heimamenn en í liði gestanna er Eric James Palm hefur einnig sett niður 10 fyrir gestina. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar að spila hápressu vörn líkt og í síðasta leik. KR-ingar lenda í vandræðum fyrst en ná svo að spila vel úr stöðunni og Kristófer Acox kemur með myndarlega troðslu. KR 22 - 22 ÍR. Fyrsti leikhluti: Góð rispa hjá ÍR-ingum, eru komnir með forystuna. KR 15 - 16 ÍR. Fyrsti leikhluti: Eric James Palm með öll 8 stig ÍR-inga. Finnur kominn með 7 fyrir heimamenn. KR 12 - 8 ÍR. Fyrsti leikhluti: Eric James Palm með stutta syrpu, fær pláss og setur niður þrist. Kemst svo inn í sendingu og treður og jafnar leikinn. KR 5 - 5 ÍR. Fyrsti leikhluti: Heimamenn byrja leikinn betur, ná 5-0 forskoti þegar rúmlega tvær mínútur eru búnar. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar vinna uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: D'Andre Jordan Williams er ekki með gestunum í kvöld. Hann varð fyrir einhverjum meiðslum rétt fyrir hálfleik í síðasta leik og spilaði ekki meir. Hann virðist ekki vera heill heilsu og situr á bekknum í kvöld. Fyrir leik: KR-ingar eru í 6. sæti fyrir leik kvöldsins. Þeir þurfa að vinna næstu leiki ætli þeir sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Fyrir leik: ÍR-ingar þurfa nauðsynlega á öllum stigum að halda sem þeir geta nælt sér í. Þeir sitja neðstir með 8 stig eftir tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Fyrir leik: Ef rýnt er í tölfræðina sem karfan.is bauð upp á má sjá að ÍR-ingar eiga erfitt verkefni framundan í kvöld. Breiðhyltingar hafa ekki sigrað leik í deildarkeppninni á heimavelli KR síðan 1996. Fyrir leik: Eins og kom fram fyrr í dag á Vísi er frítt á leikinn í kvöld í boði DHL en KR og DHL voru að skrifa undir áframhaldandi samstarf til ársins 2017. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og ÍR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja skipti frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum