Hjólin byrjuðu fyrst að snúast með hjálp eiginmannsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2013 09:30 Kúluhálsmen Hlínar Reykdal hafa á stuttum tíma orðin gífurlega vinsæl á Íslandi og leyndust mörg slík í jólapökkum landsmanna síðustu jól. Hlín gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið að þróast síðan þá.Fallegt hálsmen úr nýjustu línu Hlínar. Mynd: Nanna Dís Jónsdóttir.Hver er hugmyndafræðin á bak við þessu hálsmen sem svo margir eiga? Engin tvö hálsmen er eins. Þau eru öll handgerð og allt gert frá grunni, silkið í þeim er handlitað og hver einasta perla er handmáluð, en ég blanda litina mína til að fá háréttan lit með bestu fáanlegu litunum. Hvert hálsmen er einstakt í litasamsetningu og raða ég sjálf í hvert eitt og einasta.Hvar eru hálsmenin búin til? Þau eru öll framleidd hér heima. Við erum tvö í framleiðslunni og rekstrinum, ég og maðurinn minn, og svo er ein frábær stelpa í hlutastarfi hjá okkur. Hjólin byrjuðu í raun og veru ekki að rúlla fyrr en maðurinn minn kom inn í þetta. Við vinnum frábærlega saman hjónin en hann er verkfræðingur að mennt. Það sem ég hef ekki hefur hann og öfugt. Við leggjum mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og nákvæmni, við elskum það sem við erum að gera og viljum gera það vel.Segðu okkur aðeins frá viðbrögðunum sem þið hafið fengið? Þau hafa verið alveg hreint frábær og kannski voru hálsmen af þessu tagi eitthvað sem vantaði á markaðinn. Þau eru falleg og litrík og poppa upp hvaða einfalda kjól sem er. Svo eigum við frábæra kúnna sem tala fallega um vöruna okkar og er það stór partur af velgengninni.Er eitthvað spennandi framundan hjá Hlín Reykdal? Já, hönnunarmars er á næsta leiti og verð ég hér og þar.Hér eru hálsmen Hlínar á Facebook.Hlinreykdal.comHlín Reykdal. Mynd: Kolfinna. HönnunarMars Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Kúluhálsmen Hlínar Reykdal hafa á stuttum tíma orðin gífurlega vinsæl á Íslandi og leyndust mörg slík í jólapökkum landsmanna síðustu jól. Hlín gerir hálsmenin í nánu samstarfi við eiginmann sinn og engin tvö eru eins. Hún segir hjólin fyrst hafa byrjað að snúast almennilega þegar hann kom inn í framleiðsluna. Hlín útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands árið 2009. Hugmyndin að hálsmenunum varð til út frá útskriftarlínu hennar og hefur sífellt verið að þróast síðan þá.Fallegt hálsmen úr nýjustu línu Hlínar. Mynd: Nanna Dís Jónsdóttir.Hver er hugmyndafræðin á bak við þessu hálsmen sem svo margir eiga? Engin tvö hálsmen er eins. Þau eru öll handgerð og allt gert frá grunni, silkið í þeim er handlitað og hver einasta perla er handmáluð, en ég blanda litina mína til að fá háréttan lit með bestu fáanlegu litunum. Hvert hálsmen er einstakt í litasamsetningu og raða ég sjálf í hvert eitt og einasta.Hvar eru hálsmenin búin til? Þau eru öll framleidd hér heima. Við erum tvö í framleiðslunni og rekstrinum, ég og maðurinn minn, og svo er ein frábær stelpa í hlutastarfi hjá okkur. Hjólin byrjuðu í raun og veru ekki að rúlla fyrr en maðurinn minn kom inn í þetta. Við vinnum frábærlega saman hjónin en hann er verkfræðingur að mennt. Það sem ég hef ekki hefur hann og öfugt. Við leggjum mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og nákvæmni, við elskum það sem við erum að gera og viljum gera það vel.Segðu okkur aðeins frá viðbrögðunum sem þið hafið fengið? Þau hafa verið alveg hreint frábær og kannski voru hálsmen af þessu tagi eitthvað sem vantaði á markaðinn. Þau eru falleg og litrík og poppa upp hvaða einfalda kjól sem er. Svo eigum við frábæra kúnna sem tala fallega um vöruna okkar og er það stór partur af velgengninni.Er eitthvað spennandi framundan hjá Hlín Reykdal? Já, hönnunarmars er á næsta leiti og verð ég hér og þar.Hér eru hálsmen Hlínar á Facebook.Hlinreykdal.comHlín Reykdal. Mynd: Kolfinna.
HönnunarMars Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira