Tíska og hönnun

Tilda Swinton er nýtt andlit Chanel

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, hefur valið skosku leikkonuna Tildu Swinton til að verða nýtt andlit fyrir tískuhúsið. Swinton mun þá sitja fyrir í auglýsingaherferð fyrir næstkomandi pre fall línu, en leikkonan hefur vakið mikla athygli í tískuheiminum fyrir fallegt og öðruvísi útlit. Hún leyfir náttúrulegri fegurð sinni að njóta sín og margir hönnuðir hafa hrósað henni í hástert fyrir hversu lítið hún notar förðun og snyrtivörur. Swinton hefur aðeins starfað sem fyrirsæta meðfram leiklistinni, en þetta verður hennar allra stærsta fyrirsætuverkefni til þessa.

Á bakvið tjöldin. Karl Lagerfeld myndar Tildu fyrir millilínu næsta hausts.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×