Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 77-87 Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. febrúar 2013 18:14 Mynd/Valli Njarðvíkingar unnu í kvöld 87-77 sigur í Ásgarði á Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en góður sprettur Njarðvíkinga í seinni hálfleik skipti sköpum og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það bil. Aðeins eitt sæti skilur liðin að í deildinni, Stjarnan situr í sjötta sæti með 18 stig á meðan Njarðvíkingar eru í því sjöunda með 16 stig eftir leik kvöldsins. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega 5-1 forskoti sem leikmenn Stjörnunnar voru fljótir að snúa í 8-7. Liðin skiptust á forskotinu allt fram að lokasekúndum leikhlutans þegar ágætis rispa gestanna kom þeim í 17-21. Leikmenn Njarðvíkur voru mun ákafameiri undir körfunni og var Marcus Van einn og sér með fleiri fráköst eftir leikhlutann en allt lið Stjörnunar. Það lifnaði töluvert yfir leikmönnum Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann, þeir tóku sig til og spiluðu hörku vörn og skoruðu Njarðvíkingar aðeins fjórar körfur úr opnum leik í leikhlutanum. Njarðvíkingar náðu hinsvegar að halda í við Stjörnuna þrátt fyrir erfiðleika í sókn og var staðan 40-34 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn framan af, Njarðvíkingar söxuðu smátt og smátt á forskot Stjörnunnar eftir því sem leið á. Gestirnir úr Njarðvík áttu svo gríðarlega góðan sprett til að loka leikhlutanum sem teygði sig inn í fjórða leikhluta. Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur byrjaði fjórða leikhluta líkt og hann kláraði þann þriðja. Hann setti þrist sem lauk 20-2 spretti Njarðvíkinga. Gestirnir náðu á síðustu mínútunum aðeins að minnka muninn en náðu aldrei að brúa bilið og lauk leiknum því með 10 stiga sigri Njarðvíkinga. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Njarðvíkinga með 26 stig, Marcus Van bætti við 17 stigum og 23 fráköstum ásamt því að Nigel Moore daðraði við þrefalda tvennu með 14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var Brian Mills stigahæstur með 21/11 fráköst, Jarrid Frye setti niður 20 stig/11 fráköst og Justin Shouse bætti við 20 stigum.Stjarnan: Brian Mills 21/11 fráköst, Justin Shouse 20, Jarrid Frye 20/11 fráköst, Jovan Zdravevski 11, Kjartan Atli Kjartansson 3, Fannar Freyr Helgason 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26, Marcus Van 17/23 fráköst, Nigel Moore 14, Maciej Baginski 14, Ólafur Helgi Jónsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2. Einar: Sennilega með því besta sem við höfum sýnt í vetur„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna fyrst við unnum ekki síðasta leik á heimavelli. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika að klifra ofar þurftum við að fá stig úr þessum tveimur leikjum og næsta leik gegn KR," sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur ánægður eftir leikinn. „Við náðum innbyrðisstöðunni aftur gegn þeim eftir að við töpuðum fyrir þeim í haust í tvíframlengdum leik." „Ég er gríðarlega ánægður með þetta sem var sannkallaður liðssigur þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið. Við erum að spila á móti að mínu mati best mannaða liði deildarinnar og ég er ofboðslega stoltur af frammistöðu strákanna í kvöld." Góður kafli í þriðja leikhluta og inn í þann fjórða skapaði sigur Njarðvíkinga í kvöld. „Þetta var sennilega það besta sem við höfum sýnt í vetur, við vinnum þriðja leikhluta 15-30 og byrjum fjórða leikhluta á krafti. Þeir áttu í erfiðleikum með varnarleikinn okkar og okkar skotmenn fengu góð færi sem þeir nýttu sér vel. Marcus var svo frábær í teignum, rífur niður 23 fráköst og bindur þetta saman." Marcus Van átti stórleik undir körfunni þar sem hann reif niður hvert frákastið á fætur öðrum. „Marcus er búinn að sýna það oft í vetur með sínum tröllatvennum að þetta er feikilega duglegur strákur. Hann meiddist illa en er að vinna sig aftur inn í þetta og sýndi mátt sinn hérna í kvöld. Þvílíkt kvöld til þess, að gera þetta á heimavelli sennilega sterkasta liðs landsins. Það hefur sýnt sig í vetur, það helst í hendur að þegar hann spilar vel spilum við vel." Leikmenn Njarðvíkur lentu í örlitlum vandræðum sóknarlega í öðrum leikhluta en stigu svo sannarlega upp í þriðja leikhluta. „Það sýndi andlegann styrk, strákarnir hafa lagt mikið á sig á undanförnum vikum og það skilaði sér í kvöld. Við höfum verið að vinna örugga sigra gegn liðum fyrir neðan okkur og það var kominn tími að sýna að við gætum líka gert þetta gegn toppliðunum." Með sigrinum færast Njarðvíkingar nær úrslitakeppninni, þeir hafa nú örlítið bil á liðin sem eru að berjast um seinustu sætin í úrslitakeppninni. „Við erum að reyna að tryggja sæti okkar í úrslitakeppninni. Baráttan fyrir neðan okkur er hreint út sagt svakaleg og við viljum reyna að vera fyrir ofan þá baráttu," sagði Einar. Teitur: Áttum ekkert skilið í kvöld„Mér fannst einfaldlega Njarðvíkingar betri allann leikinn,," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst þeir einfaldlega mjög flottir í dag, unnu alla tölfræðiþætti og rústuðu okkur í frákastabaráttunni. Voru einfaldlega mun grimmari, við hittum illa í seinni hálfleik og vorum að kasta boltanum frá okkur sem þeir nýttu sér vel." Marcus Van átti stórleik undir körfunni og var það í annað sinn í vetur sem hann átti stórleik gegn Stjörnunni. „Síðast var hann með 28 eða 29, þótt það hafi verið í tvíframlengdum leik, en já hann er með algera yfirburði þarna undir körfunni." Góður kafli Njarðvíkinga í lok þriðja leikhluta reyndist of mikið og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það. „Þeir hittu úr öllum skotum á þeim kafla og spiluðu góða vörn. Mér fannst við ekkert sérstaklega lélegir í dag, mér fannst bara einfaldlega Njarðvíkingar hrikalega góðir." Stjarnan er ennþá í 6. sæti eftir leiki kvöldsins en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð í deildinni. „Við eigum séns á að koma okkur upp töfluna í næstu leikjum en það verður erfitt. Núna verðum við að nýta vikuna vel og reyna að gera betur í bikarnum á laugardaginn." „Í síðustu leikjum höfum við spilað mun betur og átt eitthvað skilið en ekki í kvöld," sagði Teitur. Elvar Már: Förum í alla leiki til að vinna„Þetta eru mikilvæg tvö stig sem við þurftum virkilega á að halda fyrir framhaldið," sagði Elvar Már „Þetta er hnífjafnt og kaflaskipt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, þetta skiptist eiginlega í tvær keppnir og það er hnífjafnt í báðum hópum." Eftir erfiðleika í sóknarleiknum í öðrum leikhluta sneru leikmenn Njarðvíkur taflinu við og áttu góðann þriðja leikhluta sem reyndist vera grundvöllur sigursins. „Þeir spiluðu stífa vörn í öðrum leikhluta og við vorum að lenda allt of oft fyrir utan þriggja stiga línuna, í seinni hálfleik fórum við að ráðast á körfuna sem opnaði fyrir betri þriggja stiga skot sem við vorum að setja niður." „Vörnin hélt vel í seinni leikhlutanum og það skapaði sigurinn. Við ætlum okkur að reyna að komast í úrslitakeppnina og við förum í alla leiki til að vinna. Ef þú mætir 100% í alla leiki áttu möguleika að vinna alla leiki," sagði Elvar.Leiknum var lýst beint hér á Vísi:Leik lokið: Njarðvíkingar vinna öruggan sigur.Fjórði leikhluti: Gestirnir eru að sigla þessu heim, eru með 12 stiga forskot þegar tæplega tvær mínútur eru eftir. Stjarnan 65 - 77 Njarðvík. Fjórði leikhluti: Njarðvíkingar nýta allar þær sekúndur sem þeir geta í sóknirnar sínar. Fiska ruðning á Justin Shouse og greinilega gríðarleg stemming í Njarðvíkurliðinu. Stjarnan 65 -75 Njarðvík. Fjórði leikhluti: Heimamenn eru smátt og smátt að saxa á forskot Njarðvíkinga, 63-71 og heimamenn eru komnir í bónusinn. Fjórði leikhluti: Marcus Van að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld, hann er með 14 stig og 21 frákast þegar 5 mínútur eru eftir af leikhlutanum. Stjarnan 61 - Njarðvík 71. Fjórði leikhluti: Elvar sýnir bæði góðar og slæmar hliðar í upphafi fjórða, byrjar á að setja niður þrist en klúðrar svo auðveldu lay-uppi. Stjarnan 55 - Njarðvík 67. Þriðja leikhluta lokið - Stjarnan 55 - 64 Njarðvík: Gríðarlega góðar lokamínútur hjá gestunum, loka leikhlutanum á 17-2 spretti. Elvar Már Friðriksson setti niður flautuþrist ískaldur. Þriðji leikhluti: Allt annað að sjá til Njarðvíkinga síðustu mínútur, eru á góðum 12-0 spretti. Stjarnan 53 - 59 Njarðvík. Þriðji leikhluti: Njarðvíkingar búnir að jafna leikinn þegar tæplega átta mínútur eru búnar af þriðja leikhluta. Stjarnan 53 - 53 Njarðvík. Þriðji leikhluti: Oddur Rúnar og Marcus Van verða fyrir hnjaski þegar þeir berjast um frákast. Oddur lendir illa en virðist lenda á Marcusi. Vonum að það verði í lagi með þá báða. Það verður aftur töf á leiknum því gólfið einfaldlega brotnaði við lendingu Odds. Þriðji leikhluti: Brian Mills, leikmaður Stjörnunnar er að fara á kostum í vörninni, hann er með 6 varin skot í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur - Stjarnan 40 - 34 Njarðvík: Flottur leikhluti hjá heimamönnum, leyfðu Njarðvíkingum aðeins að skora úr fjórum körfum utan af velli, hin fimm stigin komu af vítalínunni. Annar leikhluti: Stjarnan að spila flotta vörn, aðeins fengið á sig 4 stig úr opnum leik og 4 af vítalínunni þegar tæplega 7 mínútur eru liðnar af leikhlutanum. Stjarnan 34 - 31 Njarðvík. Annar leikhluti: Góður sprettur hjá heimamönnum, 17-6 í leikhlutanum og eru komnir með 7 stiga forskot. Stjarnan 34 - 27 Njarðvík.Annar leikhluti: Tæknivilla á Dag Jónsson í liði Stjörnunnar, keyrði inn á körfuna, fékk snertingu og skaut en hitti ekki og fékk ekki víti og kvartaði í dómaranum þegar hann var að hlaupa aftur í vörnina. Heimamenn hafa hinsvegar byrjað leikhlutann betur og eru komnir með forystuna. Stjarnan 26 - 23 Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið - Stjarnan 17-21 Njarðvík: Góður lokakafli hjá Njarðvíkingum og þeir taka fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta. Hafa verið að vinna baráttuna undir körfunni með 14 fráköst í fyrsta leikhluta gegn 6 frá Stjörnunni, þar af Marcus Van með 8. Fyrsti leikhluti: Liðin skiptast á forskotinu og er leikurinn hnífjafn. Stjarnan 17 - 17 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Ólafur og Maciej, leikmenn Njarðvíkur báðir komnir með tvær villur eftir aðeins fimm mínútur af fyrsta leikhluta. Stjarnan 15 - 12 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Njarðvíkingar náðu snemma 5-1 forskoti en heimamenn eru vaknaðir til lífsins og eru komnir yfir. Stjarnan 8 - 7 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Skotklukkan ekki enn komin í gang en varaskotklukkurnar eru kallaðar út. Njarðvíkingar hirða uppkastið. Fyrir leik: Einhver töf á því að leikurinn hefjist, hann átti að hefjast 19.15 en en er ekki enn hafinn. Skotklukkan öðru megin ekki í lagi og er verið að vinna í að laga það. Fyrir leik: Fyrri leik liðanna lauk með 115-108 sigri Stjörnunnar í Njarðvík. Fyrir leik: Njarðvíkingar sitja í sjöunda sæti fyrir leik kvöldsins, þeir eru í baráttu um að komast í úrslitakeppnina og geta náð ágætis bili á liðin utan úrslitakeppninnar með sigri í kvöld. Fyrir leik: Eftir góða byrjun á árinu hafa heimamenn tapað þremur leikjum í röð gegn liðunum fyrir ofan sig og helst úr lestinni í toppbaráttunni. Þeir einfaldlega þurfa á sigri í kvöld í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Aðeins eitt sæti skilur liðin að í deildinni, Stjarnan situr í 6. sæti með 18 stig, fjórum stigum á undan Njarðvík. Fyrir leik: Hálftími í leik og liðin á fullu í upphitun. Nokkrir mættir snemma í stúkuna. Fyrir leik: Velkomin á lýsingu Vísis frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Ásgarði. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Njarðvíkingar unnu í kvöld 87-77 sigur í Ásgarði á Stjörnunni í Dominos deild karla. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en góður sprettur Njarðvíkinga í seinni hálfleik skipti sköpum og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það bil. Aðeins eitt sæti skilur liðin að í deildinni, Stjarnan situr í sjötta sæti með 18 stig á meðan Njarðvíkingar eru í því sjöunda með 16 stig eftir leik kvöldsins. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega 5-1 forskoti sem leikmenn Stjörnunnar voru fljótir að snúa í 8-7. Liðin skiptust á forskotinu allt fram að lokasekúndum leikhlutans þegar ágætis rispa gestanna kom þeim í 17-21. Leikmenn Njarðvíkur voru mun ákafameiri undir körfunni og var Marcus Van einn og sér með fleiri fráköst eftir leikhlutann en allt lið Stjörnunar. Það lifnaði töluvert yfir leikmönnum Stjörnunnar eftir fyrsta leikhlutann, þeir tóku sig til og spiluðu hörku vörn og skoruðu Njarðvíkingar aðeins fjórar körfur úr opnum leik í leikhlutanum. Njarðvíkingar náðu hinsvegar að halda í við Stjörnuna þrátt fyrir erfiðleika í sókn og var staðan 40-34 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn framan af, Njarðvíkingar söxuðu smátt og smátt á forskot Stjörnunnar eftir því sem leið á. Gestirnir úr Njarðvík áttu svo gríðarlega góðan sprett til að loka leikhlutanum sem teygði sig inn í fjórða leikhluta. Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur byrjaði fjórða leikhluta líkt og hann kláraði þann þriðja. Hann setti þrist sem lauk 20-2 spretti Njarðvíkinga. Gestirnir náðu á síðustu mínútunum aðeins að minnka muninn en náðu aldrei að brúa bilið og lauk leiknum því með 10 stiga sigri Njarðvíkinga. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Njarðvíkinga með 26 stig, Marcus Van bætti við 17 stigum og 23 fráköstum ásamt því að Nigel Moore daðraði við þrefalda tvennu með 14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Í liði Stjörnunnar var Brian Mills stigahæstur með 21/11 fráköst, Jarrid Frye setti niður 20 stig/11 fráköst og Justin Shouse bætti við 20 stigum.Stjarnan: Brian Mills 21/11 fráköst, Justin Shouse 20, Jarrid Frye 20/11 fráköst, Jovan Zdravevski 11, Kjartan Atli Kjartansson 3, Fannar Freyr Helgason 2.Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26, Marcus Van 17/23 fráköst, Nigel Moore 14, Maciej Baginski 14, Ólafur Helgi Jónsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2. Einar: Sennilega með því besta sem við höfum sýnt í vetur„Þetta var leikur sem við þurftum að vinna fyrst við unnum ekki síðasta leik á heimavelli. Ef við ætlum okkur að eiga möguleika að klifra ofar þurftum við að fá stig úr þessum tveimur leikjum og næsta leik gegn KR," sagði Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur ánægður eftir leikinn. „Við náðum innbyrðisstöðunni aftur gegn þeim eftir að við töpuðum fyrir þeim í haust í tvíframlengdum leik." „Ég er gríðarlega ánægður með þetta sem var sannkallaður liðssigur þar sem margir leikmenn lögðu í púkkið. Við erum að spila á móti að mínu mati best mannaða liði deildarinnar og ég er ofboðslega stoltur af frammistöðu strákanna í kvöld." Góður kafli í þriðja leikhluta og inn í þann fjórða skapaði sigur Njarðvíkinga í kvöld. „Þetta var sennilega það besta sem við höfum sýnt í vetur, við vinnum þriðja leikhluta 15-30 og byrjum fjórða leikhluta á krafti. Þeir áttu í erfiðleikum með varnarleikinn okkar og okkar skotmenn fengu góð færi sem þeir nýttu sér vel. Marcus var svo frábær í teignum, rífur niður 23 fráköst og bindur þetta saman." Marcus Van átti stórleik undir körfunni þar sem hann reif niður hvert frákastið á fætur öðrum. „Marcus er búinn að sýna það oft í vetur með sínum tröllatvennum að þetta er feikilega duglegur strákur. Hann meiddist illa en er að vinna sig aftur inn í þetta og sýndi mátt sinn hérna í kvöld. Þvílíkt kvöld til þess, að gera þetta á heimavelli sennilega sterkasta liðs landsins. Það hefur sýnt sig í vetur, það helst í hendur að þegar hann spilar vel spilum við vel." Leikmenn Njarðvíkur lentu í örlitlum vandræðum sóknarlega í öðrum leikhluta en stigu svo sannarlega upp í þriðja leikhluta. „Það sýndi andlegann styrk, strákarnir hafa lagt mikið á sig á undanförnum vikum og það skilaði sér í kvöld. Við höfum verið að vinna örugga sigra gegn liðum fyrir neðan okkur og það var kominn tími að sýna að við gætum líka gert þetta gegn toppliðunum." Með sigrinum færast Njarðvíkingar nær úrslitakeppninni, þeir hafa nú örlítið bil á liðin sem eru að berjast um seinustu sætin í úrslitakeppninni. „Við erum að reyna að tryggja sæti okkar í úrslitakeppninni. Baráttan fyrir neðan okkur er hreint út sagt svakaleg og við viljum reyna að vera fyrir ofan þá baráttu," sagði Einar. Teitur: Áttum ekkert skilið í kvöld„Mér fannst einfaldlega Njarðvíkingar betri allann leikinn,," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Mér fannst þeir einfaldlega mjög flottir í dag, unnu alla tölfræðiþætti og rústuðu okkur í frákastabaráttunni. Voru einfaldlega mun grimmari, við hittum illa í seinni hálfleik og vorum að kasta boltanum frá okkur sem þeir nýttu sér vel." Marcus Van átti stórleik undir körfunni og var það í annað sinn í vetur sem hann átti stórleik gegn Stjörnunni. „Síðast var hann með 28 eða 29, þótt það hafi verið í tvíframlengdum leik, en já hann er með algera yfirburði þarna undir körfunni." Góður kafli Njarðvíkinga í lok þriðja leikhluta reyndist of mikið og náðu leikmenn Stjörnunnar aldrei að brúa það. „Þeir hittu úr öllum skotum á þeim kafla og spiluðu góða vörn. Mér fannst við ekkert sérstaklega lélegir í dag, mér fannst bara einfaldlega Njarðvíkingar hrikalega góðir." Stjarnan er ennþá í 6. sæti eftir leiki kvöldsins en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð í deildinni. „Við eigum séns á að koma okkur upp töfluna í næstu leikjum en það verður erfitt. Núna verðum við að nýta vikuna vel og reyna að gera betur í bikarnum á laugardaginn." „Í síðustu leikjum höfum við spilað mun betur og átt eitthvað skilið en ekki í kvöld," sagði Teitur. Elvar Már: Förum í alla leiki til að vinna„Þetta eru mikilvæg tvö stig sem við þurftum virkilega á að halda fyrir framhaldið," sagði Elvar Már „Þetta er hnífjafnt og kaflaskipt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, þetta skiptist eiginlega í tvær keppnir og það er hnífjafnt í báðum hópum." Eftir erfiðleika í sóknarleiknum í öðrum leikhluta sneru leikmenn Njarðvíkur taflinu við og áttu góðann þriðja leikhluta sem reyndist vera grundvöllur sigursins. „Þeir spiluðu stífa vörn í öðrum leikhluta og við vorum að lenda allt of oft fyrir utan þriggja stiga línuna, í seinni hálfleik fórum við að ráðast á körfuna sem opnaði fyrir betri þriggja stiga skot sem við vorum að setja niður." „Vörnin hélt vel í seinni leikhlutanum og það skapaði sigurinn. Við ætlum okkur að reyna að komast í úrslitakeppnina og við förum í alla leiki til að vinna. Ef þú mætir 100% í alla leiki áttu möguleika að vinna alla leiki," sagði Elvar.Leiknum var lýst beint hér á Vísi:Leik lokið: Njarðvíkingar vinna öruggan sigur.Fjórði leikhluti: Gestirnir eru að sigla þessu heim, eru með 12 stiga forskot þegar tæplega tvær mínútur eru eftir. Stjarnan 65 - 77 Njarðvík. Fjórði leikhluti: Njarðvíkingar nýta allar þær sekúndur sem þeir geta í sóknirnar sínar. Fiska ruðning á Justin Shouse og greinilega gríðarleg stemming í Njarðvíkurliðinu. Stjarnan 65 -75 Njarðvík. Fjórði leikhluti: Heimamenn eru smátt og smátt að saxa á forskot Njarðvíkinga, 63-71 og heimamenn eru komnir í bónusinn. Fjórði leikhluti: Marcus Van að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld, hann er með 14 stig og 21 frákast þegar 5 mínútur eru eftir af leikhlutanum. Stjarnan 61 - Njarðvík 71. Fjórði leikhluti: Elvar sýnir bæði góðar og slæmar hliðar í upphafi fjórða, byrjar á að setja niður þrist en klúðrar svo auðveldu lay-uppi. Stjarnan 55 - Njarðvík 67. Þriðja leikhluta lokið - Stjarnan 55 - 64 Njarðvík: Gríðarlega góðar lokamínútur hjá gestunum, loka leikhlutanum á 17-2 spretti. Elvar Már Friðriksson setti niður flautuþrist ískaldur. Þriðji leikhluti: Allt annað að sjá til Njarðvíkinga síðustu mínútur, eru á góðum 12-0 spretti. Stjarnan 53 - 59 Njarðvík. Þriðji leikhluti: Njarðvíkingar búnir að jafna leikinn þegar tæplega átta mínútur eru búnar af þriðja leikhluta. Stjarnan 53 - 53 Njarðvík. Þriðji leikhluti: Oddur Rúnar og Marcus Van verða fyrir hnjaski þegar þeir berjast um frákast. Oddur lendir illa en virðist lenda á Marcusi. Vonum að það verði í lagi með þá báða. Það verður aftur töf á leiknum því gólfið einfaldlega brotnaði við lendingu Odds. Þriðji leikhluti: Brian Mills, leikmaður Stjörnunnar er að fara á kostum í vörninni, hann er með 6 varin skot í upphafi þriðja leikhluta. Hálfleikur - Stjarnan 40 - 34 Njarðvík: Flottur leikhluti hjá heimamönnum, leyfðu Njarðvíkingum aðeins að skora úr fjórum körfum utan af velli, hin fimm stigin komu af vítalínunni. Annar leikhluti: Stjarnan að spila flotta vörn, aðeins fengið á sig 4 stig úr opnum leik og 4 af vítalínunni þegar tæplega 7 mínútur eru liðnar af leikhlutanum. Stjarnan 34 - 31 Njarðvík. Annar leikhluti: Góður sprettur hjá heimamönnum, 17-6 í leikhlutanum og eru komnir með 7 stiga forskot. Stjarnan 34 - 27 Njarðvík.Annar leikhluti: Tæknivilla á Dag Jónsson í liði Stjörnunnar, keyrði inn á körfuna, fékk snertingu og skaut en hitti ekki og fékk ekki víti og kvartaði í dómaranum þegar hann var að hlaupa aftur í vörnina. Heimamenn hafa hinsvegar byrjað leikhlutann betur og eru komnir með forystuna. Stjarnan 26 - 23 Njarðvík. Fyrsta leikhluta lokið - Stjarnan 17-21 Njarðvík: Góður lokakafli hjá Njarðvíkingum og þeir taka fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta. Hafa verið að vinna baráttuna undir körfunni með 14 fráköst í fyrsta leikhluta gegn 6 frá Stjörnunni, þar af Marcus Van með 8. Fyrsti leikhluti: Liðin skiptast á forskotinu og er leikurinn hnífjafn. Stjarnan 17 - 17 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Ólafur og Maciej, leikmenn Njarðvíkur báðir komnir með tvær villur eftir aðeins fimm mínútur af fyrsta leikhluta. Stjarnan 15 - 12 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Njarðvíkingar náðu snemma 5-1 forskoti en heimamenn eru vaknaðir til lífsins og eru komnir yfir. Stjarnan 8 - 7 Njarðvík. Fyrsti leikhluti: Skotklukkan ekki enn komin í gang en varaskotklukkurnar eru kallaðar út. Njarðvíkingar hirða uppkastið. Fyrir leik: Einhver töf á því að leikurinn hefjist, hann átti að hefjast 19.15 en en er ekki enn hafinn. Skotklukkan öðru megin ekki í lagi og er verið að vinna í að laga það. Fyrir leik: Fyrri leik liðanna lauk með 115-108 sigri Stjörnunnar í Njarðvík. Fyrir leik: Njarðvíkingar sitja í sjöunda sæti fyrir leik kvöldsins, þeir eru í baráttu um að komast í úrslitakeppnina og geta náð ágætis bili á liðin utan úrslitakeppninnar með sigri í kvöld. Fyrir leik: Eftir góða byrjun á árinu hafa heimamenn tapað þremur leikjum í röð gegn liðunum fyrir ofan sig og helst úr lestinni í toppbaráttunni. Þeir einfaldlega þurfa á sigri í kvöld í baráttunni um heimavallarétt í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Aðeins eitt sæti skilur liðin að í deildinni, Stjarnan situr í 6. sæti með 18 stig, fjórum stigum á undan Njarðvík. Fyrir leik: Hálftími í leik og liðin á fullu í upphitun. Nokkrir mættir snemma í stúkuna. Fyrir leik: Velkomin á lýsingu Vísis frá leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Ásgarði.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira