Forráðamenn Fjölnis vilja að leikur liðsins gegn Tindastóli í Domino's-deild karla verði endurtekinn.
Þetta kom fram á Karfan.is í dag. Leikurinn fór fram þann 8. febrúar síðastliðinn og lauk með naumum sigri Stólanna, 86-84.
Að sögn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, voru mistök gerð í lokasókn Tindastólsmanna en þeir tryggðu sér sigurinn með körfu þegar 0,4 sekúndur voru eftir af leiknum.
Hins vegar er því haldið fram að skotklukkan hafi ekki verið sett í gang þegar að Tindastóll náði varnarfrákastinu. Þá voru 29 sekúndur eftir en hver sókn má aðeins taka 24 sekúndur.
„Ég ætla ekki að fullyrða hvort þetta hafi verið gert með ásetningi eða ekki en mér fannst það þó einkennilegt hvernig hlutirnir æxluðust," sagði Hjalti við Karfan.is.
Fjölnismenn kærðu úrslit tapleiksins gegn Tindastóli
Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


