Sport

Bolt í áfalli vegna Pistorius

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pistorius með verðlaun sín fyrir sigur í 400 m hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í sumar.
Pistorius með verðlaun sín fyrir sigur í 400 m hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Usain Bolt átti í fyrstu erfitt með að trúa því að Oscar Pistorius hafi verið ákærður fyrir að myrða kærustu sína af yfirlögðu ráði.

Pistorius neitar sök og segir að um slys hafi verið að ræða. Íþróttaheimurinn er þó í áfalli vegna málsins og Bolt, þekktasti spretthlaupari heims, er engin undantekning.

Pistorius varð í sumar fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikum og vakti hann mikla athygli fyrir.

„Ég var furðu lostinn. Í fyrstu spurði ég hvort þetta væri örugglega hann - fatlaði íþróttamaðurinn sem tók þátt í 400 m hlaupinu á Ólympíuleikunum í sumar. Ég trúði ekki að þetta væri sami maðurinn."

Bolt segist hafa kynnst Pistorius aðeins að litlu leyti en af góðu einu. „Ég er enn að vinna úr upplýsingunum og er að fylgjast með fréttum af málinu eins og allir aðrir. Ég er enn í smá áfalli yfir því sem gerðist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×