Íslenskur ljósmyndari hannar stuttermaboli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2013 09:30 Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Óskar Hallgrímsson er ljósmyndari og nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Skari, eins og hann er kallaður, hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku en hingað til verið hinum meginn við linsuna í tískuheiminum. Hann hefur unnið fyrir ýmsa hönnuði og meðal annars myndað auglýsingaherferð fyrir Andersen & Lauth. Í desember fékk Óskar þá flugu í höfuðuð að prenta stuttermaboli undir nafninu ANGUR með mynd af hauskúpu sem hann hannaði sjálfur. Það verkefni gekk vonum framar og Óskar hefur sig allan við að framleiða boli þessa dagana til að mæta eftirspurn.,,Hugmyndin af bolunum kom út frá þessari hauskúpumynd sem ég teiknaði í tíma í skólanum þar sem verkefnið var að búa til plaggat fyrir leikritið Hamlet. Í desember var svo jólamarkaður í Listaháskólanum og ég ákvað bara að slá til og framleiddi nokkra boli með hauskúpunni áprentaðri og prófaði að selja þá þar. Þeir seldust upp á örfáum klukkutímum, fólk tók virkilega vel í þetta. Ég gerði fleiri boli og þeir seldust allir upp líka, svo ég hélt bara áfram að framleiða þá og er allur í þessu núna", segir Skari.Skari hefur prófað sig áfram og prentað á bæði peysur og skyrtur. Hann stefnir á að gera meira af því á næstunni.Framleiðir þú bolina á Íslandi? ,,Heldur betur, ég er með vinnustofu á Laugavegi 25, 3 hæð, þar sem ég prenta og sel fötin. Ég geri þetta allt í höndunum, en myndin er prentuð á bolinn með silkiprenti og er svo pressuð með hita".Eru fleiri járn í eldinum hjá ANGUR? ,,Viðbrögðin hafa verið frábær, það góð að ég ætla að fara með þetta eitthvað mun lengra og er á fullu að vinna að nýjum hönnunum. Mig langar að vera með fjölbreyttara úrval og ætla að vera kominn með derhúfur og peysur innan skamms. Ég stefni að fara í samstarf við fatahönnuð, þar sem mín hönnun er aðalega grafísk. Ég held að það gæti verið algjör snilld". Hægt er að panta boli og fylgjast með Angur á Facebook.Óskari Hallgrímssyni er margt til lista lagt.Ein týpa af bolum Óskars.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira