Haust og- vetrarlína tískuhússins Burberry Prorsum var sýnd á tískuvikunni í London í gær. Fékk hún lof gagnrýnenda eins og við var að búast, en þó var það fólkið sem sat á fremsta bekk sem vakti ekki síðri athygli. Greinilegt er að hönnun Burberry Prorsum fellur vel í kramið hjá stórstjörnum í kvikmynda, tísku og –tónlistarheiminum, en Rita Ora, Kate Beckinsale, Rosie Huntington Whiteley og Anna Wintour voru meðal þeirra sem nutu sýningarinnar af besta stað.
Rosie Huntington-Whiteley stórglæsileg í rauðri dragt.Rita Ora mætti líka í dragt.Olivia Palermo er alltaf dömuleg. Hér sést hún ganga inn á sýninguna.Kate Beckinsale var hvítklædd og glæsileg.Tískudrottningin Anna Wintour.