Í dag eru fjögur ár frá því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboð var mynduð, þann 1. febrúar 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir frá því á Facebook-síðu sinni að dagurinn sé sögulegur, sérstaklega í ljósi þess að sá mikilvægi áfangi í jafnréttisbaráttunni náðist fyrir fjórum árum að kona varð í fyrsta skiptið forsætisráðherra.
Í tilefni dagsins fékk ríkisstjórnin köku og blésu Steingrímur og Jóhann á fjögur kerti, eins og sjá má hér til hliðar.
Jóhanna mun síðar í dag halda sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar, en landsfundur flokksins hefst í Valsheimilinu klukkan 14.

