Sport

Aníta stórbætti eigið met

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Aníta Hinriksdóttir heldur áfram að bæta Íslandsmet í hlaupum. Í dag stórbætti hún eigið met í 800 m hlaupi kvenna innanhúss.

Aníta kom í mark á 2:03,27 mínútum og bætti þar með metið sem hún setti á Reykjavíkurleikunum fyrir tveimur vikum síðan um eina og hálfa sekúndu. Íslandsmet hennar í sömu grein utanhúss er 2:03,15 mínútur.

Aníta setti metið í Meistaramóti Íslands fyrir 15-22 ára en hún keppti í flokki 16-17 ára, þar sem hún er á sautjánda aldursári. Hún var vitanlega langfyrst í mark í greininni og hljóp í raun samkeppnislaust.

Um síðustu helgi bætti Aníta metið í 1500 m hlaupi innanhúss en hún er á leið á EM innanhúss sem fer fram í Gautaborg í mars. Þar keppir hún í 800 m hlaupi og verður afar fróðlegt að fylgjast með henni þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×