Tekur þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. febrúar 2013 09:30 Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tanja Huld Leví Guðmundsdóttir var ein þriggja útskriftarnema frá Listaháskólanum sem tók þátt í Designers Nest sem fór fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn um helgina. Designers Nest er skandinavísk fatahönnunarkeppni fyrir nýútskrifaða og efnilega fatahönnuði og er hugsað sem stökkpallur út í bransann. Margir fjölmiðlar og áhrifafólk í tískuheiminum sækja sýninguna ár hvert.Hluti af línu Tönju sem sýnd var á Designers Nest á föstudaginn.Hönnuðirnir voru 10 talsins í ár, en fagstjóri fatahönnunardeildarinnar í Listaháskóla Íslands velur þrjá nemendur frá Íslandi til að taka þátt.Hvernig gekk svo? „Þessi dagur einkenndist af mjög mikilli spennu og stressi. Það gekk ágætlega að tala við dómarana, þó svo að tíminn hafi verið mjög stuttur, en hver og einn fékk bara 5 mínútur til að kynna línuna sína. Þeir virtust vera mjög áhugasamir og hrósuðu mér sérstaklega fyrir handbragðið á útsaumnum á lokalínunni minni. Það var mjög gaman og góð tilfinning að sjá sína eigin hönnun á þessari tískusýningu, meðal annara mjög hæfileikaríkra hönnuða og fá að koma sér á framfæri fyrir utan landsteinanna".Eru einhver sérstök tækifæri sem geta skapast út frá þessu? „Ég held að það fari allt eftir því hverjir mæta á sýninguna hverju sinni. Það hefur alls konar bransafólk mætt á tískusýningarnar sem eru með ákveðin verkefni í huga fyrir rétta aðila sem henta þeim. Nýútskrifaðir hönnuðir sem hafa tekið þátt hafa fengið umfjöllun og störf eftir sýninguna".Tanja Huld Leví Gunnarsdóttir.Hvert verður svo framhaldið? „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum síðasta vor og er núna í diplómanámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur í textíl. Ég ákvað að sérhæfa mig í textíl og langaði að undirbúa mig til þess að sækja um í M.A erlendis í fatahönnun með áherslu á textíl. Ég hef ekki ákveðið nákvæmlega hvert en er með nokkra skóla í huga. Þess á milli hef ég verið í samstarfi við vinkonu mína sem útskrifaðist nýverið úr Parsons, næst á döfinni hjá okkur er að gera tilraunir með digital prent og gera vonandi "mini collection" út frá því".Tanja ásamt Mai og Björgu sem einnig voru valdar til að taka þátt.Designers Nest á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning