Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu.
Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni. Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni. Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi.
Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir. Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna. Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics.
Fyrir leikana bjó hópurinn í Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana. Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni þegar þau gengu inn í íslenskum lopapeysum sem eru gjöf frá Handprjónasambandinu.
Íslenski hópurinn eignaðist marga góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og úr ólíkri menningu. Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi.
Íslenski hópurinn kemur heim á morgun með tvö gull og eitt silfur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn