Íslenski boltinn

Áttunda tap 21 árs landsliðsins í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/NordicPhotos/Getty
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði 3-0 á móti Wales í vináttulandsleik í Wales í dag. Wales var sterkara liðið í leiknum en skoraði ekki mörkin sín fyrr en á lokamínútum leiksins.

Þetta er áttunda tap íslenska 21 árs liðsins í röð undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar því liðið tapaði sjö síðustu leikjum sínum í síðustu undankeppni.

Walesbúar skoruðu öll þrjú mörkin sín á síðustu ellefu mínútum leiksins en á undan hafði íslenska liðið skapað sér nokkur færi, það besta þegar Arnór Ingvi Traustason slapp einn í gegn.

Wes Burns hjá Bristol City, Jonathan Williams hjá Crystal Palace og Robert Ogleby hjá Wrexham skoruðu mörk Wales í leiknum.  Mörk Wales komu á 79., 83. og 89. mínútu.



Síðustu átta leikir 21 árs landsliðsins:

EM: Ísland - Noregur 0-2

EM: Ísland - England 0-3

EM: England - Ísland 5-0

EM: Aserbaídsjan - Ísland 1-0

EM: Ísland - Aserbaídsjan 1-2

EM: Noregur - Ísland 2-1

EM: Belgía - Ísland 5-0

Vin: Wales - Ísland 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×