Fimm eiga góðan möguleika á því að tryggja sig inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Mynd/Stefán Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara). Frjálsar íþróttir Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardalshöllinni um helgina en tæplega 150 keppendur úr þrettán félögum eru skráðir til leiks. Mótið er eitt af hápunktum innanhússtímabilsins ásamt bikarkeppninni og Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg fyrstu helgina í mars. ÍR er framkvæmdaraðili mótsins og munu um 50 manns koma að framkvæmdinni. Keppnin stendur frá eitt til þrjú bæði laugardag og sunnudag. Töluverð spenna verður í mörgum greinum þar sem keppendur reyna við lágmörk á Evrópumeistaramótið í Gautaborg en það lítur út fyrir að um fimm íslenskir frjálsíþróttamenn eigi góðan möguleika á að ná lágmarki á þetta mót. Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem er kominn með farseðilinn til Gautaborgar en hún hefur tvíbætt metið í 800 metra hlaupi á síðustu vikum. Aníta keppir í 800 metra hlaupi um helgina og mun hún mögulega setja fókus á enn eitt metið en hún keppir einnig í 400 metra hlaupi og etur þar kappi við Hafdísi Sigurðardóttir UFA sem hljóp sitt besta 400m hlaup frá upphafi um síðustu helgi. Nokkrir kappar eiga möguleika á að bætast í íslenska EM-hópinn en í 400 metra hlaupi, 800 metra hlaupi og langstökki eru menn nálægt lágmarkinu inn á mótið. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR, Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH berjast um sigurinn í 400 metra hlaupi en þeir hafa allir hlaupið vel það sem af er tímabilinu. Ívar og Kristinn hafa hlaupið mjög nærri lágmarki og sama má segja um Trausta. Lágmarkið á EM er 48,00 sekúndum en Kolbeinn er 3/100 sek frá því, Ívar er um 6/100 sek frá því og Trausti um 56/100 sek frá lágmarkinu. Tími Kolbeins er 48,03 sekúndur er jafnframt Íslandsmet og verður spennandi að sjá hvort að það met fellur aðeins tveggja vikna gamalt. Í 800 metra hlaupi há þeir Snorri Sigurðsson ÍR og Kristinn Þór Kristinsson HSK einvígi en þeir hafa báðir hlaupið mjög vel og eru stutt frá lágmarkinu en Snorri hefur hraðast hlaupið á 1:51.40 mínútum sem er aðeins 6/10 frá EM lágmarkinu og Kristinn á best 1:51,90 mínútur. Í langstökkinu eru það Kristinn Torfason FH og Þorsteinn Ingvarsson sem báðir berjast um bæði sigurinn en einnig við lágmarkið á EM. Lágmarkið er 7,65 metrar. Óðinn Björn Þorsteinsson FH er líka mættur í kasthringinn í fyrsta sinn á þessu tímabili og gæti bæst í hópinn með góðu kasti en hann þarf þá að kasta yfir 19 metra slétta.Byggt á fréttatilkynningu frá ÍR (mótshaldara).
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira