Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þorlákshöfn 89 - 87 Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2013 14:53 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar unnu Þórsara 89-87 í háspennuleik í Röstinni í kvöld í Domnios-deild karla. Liðin skiptust á forystunni allt fram á síðustu sekúndur leiksins. Liðin sátu jöfn á toppinum með 20 stig fyrir leik kvöldsins og ljóst var að sigurvegarar kvöldsins myndu sitja einir á toppi deildarinnar í lok kvöldsins. Þessi lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins í fyrra og fóru Grindvíkingar með 3-1 sigur úr þeirri rimmu. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur hjá báðum liðum, liðin skiptust á ágætis sprettum en einnig var mikið um feila hjá báðum liðum. Grindvíkingar byrjuðu kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu aðeins úr einu af fyrstu tíu skotunum þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi. Grindvíkingar enduðu leikhlutann á góðum kafla þar sem þeir skoruðu 9 stig í röð og jöfnuðu leikinn í 40-40. Aron Broussard, leikmaður Grindvíkinga einfaldlega tók yfir leikinn í þriðja leikhluta. Í leikhlutanum skoraði hann 20 af 30 stigum Grindvíkinga og stal þremur boltum í þokkabót. Góð frammistaða hans gerði það að verkum að Grindvíkingar tóku fjögurra stiga forskot inn í fjórða leikhluta í stöðunni 70-66. Fjórði leikhluti var hnífjafn allt fram á lokasekúndurnar. Þórsarar náðu að jafna metin og skiptust liðin á forskotinu allan leikhlutann. Þórsarar fengu gott færi til að ná forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir skotið geigaði. Samuel Zeglinski keyrði inn á körfuna og skoraði sigurkörfuna fyrir Grindvíkinga þegar tvær sekúndur voru eftir. Þórsarar fengu eina sókn en dæmdur var ruðningurinn og rann leiktíminn út. Aron Broussard átti stórleik fyrir Grindvíkinga í kvöld, hann skoraði 35 stig , tók 10 fráköst og stal 4 boltum. Í liði Þórsara var Benjamin Curtis Smith atkvæðamestur með 26 stig ásamt því að David Jackson bætti við 23 stigum og 10 fráköstum.Grindavík-Þór Þorlákshöfn 89-87 (19-15, 40-40, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór: Benjamin Curtis Smith 26, David Bernard Jackson 23/10, Darri Hilmarsson 14, Darrell Flake 11/10 fráköst, Gumundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5, Emil Karl Einarsson 2. Sverrir: Gat dottið báðu megin„Þetta var hörkuleikur sem gat dottið báðu megin, sem betur fer kláruðum við þetta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Við náðum mikilvægum sóknarfráköstum og vinnum vel með þau í restina. Svo klárar Sammy þetta undir lokin með flottu gegnumbroti. Hann gerði það vel, tók flotta rispu og lagði hann örugglega ofaní." Aron Broussard átti stórleik í þriðja leikhluta og var Sverrir ánægður með hans framlag. „Aron var mjög góður í leiknum og hefur verið virkilega góður í vetur. Það er gott að hafa svona sterka leikmenn í liðinu." „Í fyrri hálfleik voru menn að hanga allt of mikið á boltanum, það var lítið flæði og menn spiluðu ekkert saman. Við erum góðir þegar ekkert flæði en við náðum að laga það og fengum stig úr öllum áttum." „Við vorum kaldir í þristunum en sóknarfráköstin bjarga því, við náðum boltanum úr nokkrum slíkum og settum niður körfur sem kláraði leikinn fyrir okkur." Grindvíkingar sitja einir á toppi deildarinnar eftir leiki kvöldsins með 22 stig. „Deildin er gríðarlega jöfn og það eru flestir leikir hnífjafnir sem gerir framhaldið bara skemmtilegt," sagði Sverrir að lokum. Benedikt: Réðum illa við Broussard„Maður vissi þegar mínútu var eftir að þetta myndi detta öðruhvoru megin og það er ömurlega leiðinlegt að tapa svona tæpt," sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Þórsara eftir leikinn. „Við réðum illa við Broussard í kvöld, hann átti flottan leik og þegar við gerðum út á að verjast honum bætti hann bara við vítum. Hann átti algerlega sviðið í dag og er stór partur af sigrinum í kvöld." „Ég ætla hinsvegar ekki að taka það af Grindavík að þeir eru frábært lið með frábærann þjálfara. Þeir eru skipulagðir og góðir í körfubolta," Benedikt vildi ekki gera mikið úr tapleiknum, hann hafði meiri áhyggjur af meiðslum David Jackson. „Við erum ekkert að fara að gráta okkur í svefn út af þessum leik, það er einfaldlega áfram gakk. Það eru tvö stig í boði í næstu viku, við misstum af þeim í kvöld en við verðum að reyna að ná þeim næst." „Einu áhyggjurnar sem ég hef núna þrátt fyrir tapið er að annar kaninn minn meiddist á hné og glugginn er að loka. Ef að það er alvarlegt verð ég áhyggjufullur. Það að við höfum tapað þessum hörkuleik er ekki efst á áhyggjulistanum núna." „Við erum að tapa allt of mörgum boltum, fyrir jól vorum við liðið sem tapaði fæstum boltum en núna erum við að glopra honum svolítið. Við þurfum að laga það því það kemur bæði niður á sóknarleiknum okkar auk þess sem við fáum á okkur mörg stig upp úr því," sagði Benedikt. Sigurður: Þoli ekki að horfa á „Mér finnst alltaf erfitt að vera útaf og þoli ekki að horfa á lokasekúndurnar af bekknum," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir sigurinn. Sigurður átti góðann leik í liði Grindavíkur en fékk fimmtu villuna skömmu fyrir lok leiksins og þurfti að horfa á lokasekúndurnar af bekknum. „Þetta var annar spennuleikurinn okkar í röð, við erum að hleypa þeim óþarflega mikið inn í þetta undir lokin." „Við vorum alltof hægir í fyrri hálfleik, bæði seinir aftur og fram. Okkur gekk illa að skapa færi og okkur gekk illa sóknarlega." Aron Broussard tók yfir gólfið í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 20 af 30 stigum Grindvíkinga. „Hann einfaldlega kickstartaði þessu fyrir okkur og kom okkur í gang. Hann skorar fyrstu níu stigin í þriðja leikhluta og átti frábærann leik. Þegar maður skorar 35 stig þá á maður góðan leik," sagði Sigurður. Leik lokið: Dæmt sóknarbrot á Þórsara og Grindvíkingar vinna. Fjórði leikhluti: Otrúlegt, Benjamin klúðrar seinna vítinu sínu, Samuel Zeglinski tekur boltann og snýr sér framhjá allri vörn Þórsara og skorar þegar tvær sekúndur eru eftir. Staðan er 89-87 fyrir Grindavík. Fjórði leikhluti: Sigurður tekur gríðarlega mikilvægt frákast og kemur Grindvíkingum einu stigi yfir. Hann fær hinsvegar sína fimmtu villu strax í vörninni eftir það Benjamin fer á vítalínuna þegar 17 sekúndur eru eftir. Fjórði leikhluti: Þórsarar komnir með 1 stigs forskot og eru með boltann þegar rúmlega mínúta er eftir. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn niður í eitt stig, 83-82. Það er alvöru stemming í Röstinni þessa stundina. Fjórði leikhluti: Benjamin Curtis Smith með þrist sem minnkar muninn niður í tvö stig þegar tæplega fjórar mínútur eru eftir. Grindavík 81-79 Þór. Fjórði leikhluti: Ófarir Grindvíkinga halda áfram fyrir utan þriggja stiga línuna, þeir eru búnir að hitta úr 4/20 skota fyrir aftan línuna á meðan Þórsarar hafa hitt úr 9/21. Þriðja leikhluta lokið -Grindavík 70 - 66 Þór: Aron Broussard með stórleik í þriðja leikhluta 20 stig og 3 stolna bolta. Þriðji leikhluti: Aron Broussard er gjörsamlega búinn að taka yfir þennan leikhluta, hann er með 16 stig á tæplega sjö mínútum. Þriðji leikhluti: Aaron Broussard að kveikja í stuðningsmönnum Grindvíkinga, stelur boltanum og tekur myndarlega troðslu. Í næstu sókn þræðir hann nálina með flottri sendingu á Sigurð Gunnar undir körfunni sem treður. Grindvíkingar komnir með 5 stiga forskot, 58-53. Þriðji leikhluti: Enn einu sinni keyra Grindvíkingar inn að körfunni, sækja brot og fara á vítalínuna. Þeir eru komnir í bónusinn þegar rúmlega 6 mínútur eru eftir. Þriðji leikhluti: Grindvíkingar mikið að keyra inn á körfuna fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta, eru mættir í þriðja sinn á vítalínuna eftir aðeins tæplega þrjár mínútur. Hálfleikur - Grindavík 40 - 40 Þór: Grindvíkingar ná að jafna fyrir hálfleik með 9 stigum í röð og ná að halda Þórsurum stigalausum síðustu 2 mínúturnar. Annar leikhluti: Þórsarar aftur með fínann sprett, komnir með níustiga forskot þegar stutt er til hálfleiks í stöðunni 40-31. Annar leikhluti: Leikmenn Grindavíkur halda áfram að reyna við þriggja stiga skot en virðast ekki geta hitt utan línunnar hér í kvöld. Aðeins hitt einu af tíu skotum og mörg hver hafa verið fínustu færi. Annar leikhluti: Dómararnir óvinsælir hjá heimamönnum þessa stundina, tvisvar hafa þeir klárað sókn eftir að brotið var á leikmanni þeirra en hvorugt hefur talist gilt. Staðan er 27-34 fyrir gestina. Annar leikhluti: Þórsarar búnir að snúa leiknum við, hafa skorað 11 stig gegn aðeins tveimur í byrjun annars leikhluta. Grindavík 21 - 26 Þór. Fyrsta leikhluta lokið - Grindavík 19 - 15 Þór: Grindvíkingar ljúka leikhlutanum á góðu skriði. Ekkert sérstaklega góður leikhluti sóknarlega séð, mikið af töpuðum boltum og liðin samantals 2/12 fyrir aftan þriggja stiga línuna. Fyrsti leikhluti: Góður kafli hjá Grindvíkingum, skora 9 stig án þess að Þórsarar svari á tveimur mínútum og ná 4 stiga forskoti í stöðunni 15-11. Fyrsti leikhluti: Þórsarar að spila flotta vörn, héldu Grindvíkingum án stiga í tæplega 5 mínútur. Þeir hafa hinsvegar ekki náð að nýta sér það og er staðan 6-6. Fyrir leik: Þórsarar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik liðanna á tímabilinu í Þorlákshöfn, leiknum lauk þar með 9 stiga sigri Þórsara, 92-83. Fyrir leik: Ryan Pettinella leikur ekki í kvöld, hann glímir við hnémeiðsli en ætti ekki að vera lengi fjarverandi. Fyrir leik: Grindvíkingar og Þórsarar sitja í efstu tveimur sætunum fyrir leik kvöldsins með 20 stig. Sigurvegari leiksins í kvöld mun sitja eitt í efsta sæti eftir leiki kvöldsins. Fyrir leik: Á síðasta tímabili mættust þessi lið i úrslitum Íslandsmótsins þar sem Grindvíkingar höfðu að lokum sigur 3-1.Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að hita upp í Grindavík, leikmenn eru eitthvað ósáttir með DJ-inn sem spilar Katy Perry. Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Grindvíkingar unnu Þórsara 89-87 í háspennuleik í Röstinni í kvöld í Domnios-deild karla. Liðin skiptust á forystunni allt fram á síðustu sekúndur leiksins. Liðin sátu jöfn á toppinum með 20 stig fyrir leik kvöldsins og ljóst var að sigurvegarar kvöldsins myndu sitja einir á toppi deildarinnar í lok kvöldsins. Þessi lið mættust í úrslitum Íslandsmótsins í fyrra og fóru Grindvíkingar með 3-1 sigur úr þeirri rimmu. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur hjá báðum liðum, liðin skiptust á ágætis sprettum en einnig var mikið um feila hjá báðum liðum. Grindvíkingar byrjuðu kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og skoruðu aðeins úr einu af fyrstu tíu skotunum þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi. Grindvíkingar enduðu leikhlutann á góðum kafla þar sem þeir skoruðu 9 stig í röð og jöfnuðu leikinn í 40-40. Aron Broussard, leikmaður Grindvíkinga einfaldlega tók yfir leikinn í þriðja leikhluta. Í leikhlutanum skoraði hann 20 af 30 stigum Grindvíkinga og stal þremur boltum í þokkabót. Góð frammistaða hans gerði það að verkum að Grindvíkingar tóku fjögurra stiga forskot inn í fjórða leikhluta í stöðunni 70-66. Fjórði leikhluti var hnífjafn allt fram á lokasekúndurnar. Þórsarar náðu að jafna metin og skiptust liðin á forskotinu allan leikhlutann. Þórsarar fengu gott færi til að ná forskotinu þegar tæplega mínúta var eftir skotið geigaði. Samuel Zeglinski keyrði inn á körfuna og skoraði sigurkörfuna fyrir Grindvíkinga þegar tvær sekúndur voru eftir. Þórsarar fengu eina sókn en dæmdur var ruðningurinn og rann leiktíminn út. Aron Broussard átti stórleik fyrir Grindvíkinga í kvöld, hann skoraði 35 stig , tók 10 fráköst og stal 4 boltum. Í liði Þórsara var Benjamin Curtis Smith atkvæðamestur með 26 stig ásamt því að David Jackson bætti við 23 stigum og 10 fráköstum.Grindavík-Þór Þorlákshöfn 89-87 (19-15, 40-40, 30-26, 19-21)Grindavík: Aaron Broussard 35/10 fráköst, Samuel Zeglinski 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Þór: Benjamin Curtis Smith 26, David Bernard Jackson 23/10, Darri Hilmarsson 14, Darrell Flake 11/10 fráköst, Gumundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5, Emil Karl Einarsson 2. Sverrir: Gat dottið báðu megin„Þetta var hörkuleikur sem gat dottið báðu megin, sem betur fer kláruðum við þetta," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. „Við náðum mikilvægum sóknarfráköstum og vinnum vel með þau í restina. Svo klárar Sammy þetta undir lokin með flottu gegnumbroti. Hann gerði það vel, tók flotta rispu og lagði hann örugglega ofaní." Aron Broussard átti stórleik í þriðja leikhluta og var Sverrir ánægður með hans framlag. „Aron var mjög góður í leiknum og hefur verið virkilega góður í vetur. Það er gott að hafa svona sterka leikmenn í liðinu." „Í fyrri hálfleik voru menn að hanga allt of mikið á boltanum, það var lítið flæði og menn spiluðu ekkert saman. Við erum góðir þegar ekkert flæði en við náðum að laga það og fengum stig úr öllum áttum." „Við vorum kaldir í þristunum en sóknarfráköstin bjarga því, við náðum boltanum úr nokkrum slíkum og settum niður körfur sem kláraði leikinn fyrir okkur." Grindvíkingar sitja einir á toppi deildarinnar eftir leiki kvöldsins með 22 stig. „Deildin er gríðarlega jöfn og það eru flestir leikir hnífjafnir sem gerir framhaldið bara skemmtilegt," sagði Sverrir að lokum. Benedikt: Réðum illa við Broussard„Maður vissi þegar mínútu var eftir að þetta myndi detta öðruhvoru megin og það er ömurlega leiðinlegt að tapa svona tæpt," sagði Benedikt Rúnar Guðmundsson, þjálfari Þórsara eftir leikinn. „Við réðum illa við Broussard í kvöld, hann átti flottan leik og þegar við gerðum út á að verjast honum bætti hann bara við vítum. Hann átti algerlega sviðið í dag og er stór partur af sigrinum í kvöld." „Ég ætla hinsvegar ekki að taka það af Grindavík að þeir eru frábært lið með frábærann þjálfara. Þeir eru skipulagðir og góðir í körfubolta," Benedikt vildi ekki gera mikið úr tapleiknum, hann hafði meiri áhyggjur af meiðslum David Jackson. „Við erum ekkert að fara að gráta okkur í svefn út af þessum leik, það er einfaldlega áfram gakk. Það eru tvö stig í boði í næstu viku, við misstum af þeim í kvöld en við verðum að reyna að ná þeim næst." „Einu áhyggjurnar sem ég hef núna þrátt fyrir tapið er að annar kaninn minn meiddist á hné og glugginn er að loka. Ef að það er alvarlegt verð ég áhyggjufullur. Það að við höfum tapað þessum hörkuleik er ekki efst á áhyggjulistanum núna." „Við erum að tapa allt of mörgum boltum, fyrir jól vorum við liðið sem tapaði fæstum boltum en núna erum við að glopra honum svolítið. Við þurfum að laga það því það kemur bæði niður á sóknarleiknum okkar auk þess sem við fáum á okkur mörg stig upp úr því," sagði Benedikt. Sigurður: Þoli ekki að horfa á „Mér finnst alltaf erfitt að vera útaf og þoli ekki að horfa á lokasekúndurnar af bekknum," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir sigurinn. Sigurður átti góðann leik í liði Grindavíkur en fékk fimmtu villuna skömmu fyrir lok leiksins og þurfti að horfa á lokasekúndurnar af bekknum. „Þetta var annar spennuleikurinn okkar í röð, við erum að hleypa þeim óþarflega mikið inn í þetta undir lokin." „Við vorum alltof hægir í fyrri hálfleik, bæði seinir aftur og fram. Okkur gekk illa að skapa færi og okkur gekk illa sóknarlega." Aron Broussard tók yfir gólfið í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 20 af 30 stigum Grindvíkinga. „Hann einfaldlega kickstartaði þessu fyrir okkur og kom okkur í gang. Hann skorar fyrstu níu stigin í þriðja leikhluta og átti frábærann leik. Þegar maður skorar 35 stig þá á maður góðan leik," sagði Sigurður. Leik lokið: Dæmt sóknarbrot á Þórsara og Grindvíkingar vinna. Fjórði leikhluti: Otrúlegt, Benjamin klúðrar seinna vítinu sínu, Samuel Zeglinski tekur boltann og snýr sér framhjá allri vörn Þórsara og skorar þegar tvær sekúndur eru eftir. Staðan er 89-87 fyrir Grindavík. Fjórði leikhluti: Sigurður tekur gríðarlega mikilvægt frákast og kemur Grindvíkingum einu stigi yfir. Hann fær hinsvegar sína fimmtu villu strax í vörninni eftir það Benjamin fer á vítalínuna þegar 17 sekúndur eru eftir. Fjórði leikhluti: Þórsarar komnir með 1 stigs forskot og eru með boltann þegar rúmlega mínúta er eftir. Fjórði leikhluti: Munurinn kominn niður í eitt stig, 83-82. Það er alvöru stemming í Röstinni þessa stundina. Fjórði leikhluti: Benjamin Curtis Smith með þrist sem minnkar muninn niður í tvö stig þegar tæplega fjórar mínútur eru eftir. Grindavík 81-79 Þór. Fjórði leikhluti: Ófarir Grindvíkinga halda áfram fyrir utan þriggja stiga línuna, þeir eru búnir að hitta úr 4/20 skota fyrir aftan línuna á meðan Þórsarar hafa hitt úr 9/21. Þriðja leikhluta lokið -Grindavík 70 - 66 Þór: Aron Broussard með stórleik í þriðja leikhluta 20 stig og 3 stolna bolta. Þriðji leikhluti: Aron Broussard er gjörsamlega búinn að taka yfir þennan leikhluta, hann er með 16 stig á tæplega sjö mínútum. Þriðji leikhluti: Aaron Broussard að kveikja í stuðningsmönnum Grindvíkinga, stelur boltanum og tekur myndarlega troðslu. Í næstu sókn þræðir hann nálina með flottri sendingu á Sigurð Gunnar undir körfunni sem treður. Grindvíkingar komnir með 5 stiga forskot, 58-53. Þriðji leikhluti: Enn einu sinni keyra Grindvíkingar inn að körfunni, sækja brot og fara á vítalínuna. Þeir eru komnir í bónusinn þegar rúmlega 6 mínútur eru eftir. Þriðji leikhluti: Grindvíkingar mikið að keyra inn á körfuna fyrstu mínúturnar í þriðja leikhluta, eru mættir í þriðja sinn á vítalínuna eftir aðeins tæplega þrjár mínútur. Hálfleikur - Grindavík 40 - 40 Þór: Grindvíkingar ná að jafna fyrir hálfleik með 9 stigum í röð og ná að halda Þórsurum stigalausum síðustu 2 mínúturnar. Annar leikhluti: Þórsarar aftur með fínann sprett, komnir með níustiga forskot þegar stutt er til hálfleiks í stöðunni 40-31. Annar leikhluti: Leikmenn Grindavíkur halda áfram að reyna við þriggja stiga skot en virðast ekki geta hitt utan línunnar hér í kvöld. Aðeins hitt einu af tíu skotum og mörg hver hafa verið fínustu færi. Annar leikhluti: Dómararnir óvinsælir hjá heimamönnum þessa stundina, tvisvar hafa þeir klárað sókn eftir að brotið var á leikmanni þeirra en hvorugt hefur talist gilt. Staðan er 27-34 fyrir gestina. Annar leikhluti: Þórsarar búnir að snúa leiknum við, hafa skorað 11 stig gegn aðeins tveimur í byrjun annars leikhluta. Grindavík 21 - 26 Þór. Fyrsta leikhluta lokið - Grindavík 19 - 15 Þór: Grindvíkingar ljúka leikhlutanum á góðu skriði. Ekkert sérstaklega góður leikhluti sóknarlega séð, mikið af töpuðum boltum og liðin samantals 2/12 fyrir aftan þriggja stiga línuna. Fyrsti leikhluti: Góður kafli hjá Grindvíkingum, skora 9 stig án þess að Þórsarar svari á tveimur mínútum og ná 4 stiga forskoti í stöðunni 15-11. Fyrsti leikhluti: Þórsarar að spila flotta vörn, héldu Grindvíkingum án stiga í tæplega 5 mínútur. Þeir hafa hinsvegar ekki náð að nýta sér það og er staðan 6-6. Fyrir leik: Þórsarar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik liðanna á tímabilinu í Þorlákshöfn, leiknum lauk þar með 9 stiga sigri Þórsara, 92-83. Fyrir leik: Ryan Pettinella leikur ekki í kvöld, hann glímir við hnémeiðsli en ætti ekki að vera lengi fjarverandi. Fyrir leik: Grindvíkingar og Þórsarar sitja í efstu tveimur sætunum fyrir leik kvöldsins með 20 stig. Sigurvegari leiksins í kvöld mun sitja eitt í efsta sæti eftir leiki kvöldsins. Fyrir leik: Á síðasta tímabili mættust þessi lið i úrslitum Íslandsmótsins þar sem Grindvíkingar höfðu að lokum sigur 3-1.Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að hita upp í Grindavík, leikmenn eru eitthvað ósáttir með DJ-inn sem spilar Katy Perry.
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum