Formúla 1

Nürburgring á dagskrá 7. júlí

Birgir Þór Harðarson skrifar
Það tók nokkurn tíma að semja um mótshaldið í Nürburg í Þýskalandi en það tókst að lokum. Staðurinn er sögufrægur í kappakstursheimum.
Það tók nokkurn tíma að semja um mótshaldið í Nürburg í Þýskalandi en það tókst að lokum. Staðurinn er sögufrægur í kappakstursheimum. nordicphotos/afp
Samningar hafa tekist með Bernie Ecclestone og mótshöldurum í Nürburg í Þýskalandi þar sem Nürburgring-kappakstursbrautina er að finna. Fyrr í vikunni sagði Ecclestone samninga um kappakstur þar í sumar hafa strandað.

Raunar hefur verið óvíst um hvort kappaksturinn færi fram í nokkra mánuði vegna fjárhagsvandræða mótshaldaranna. Í fyrra var þýski kappaksturinn í Formúlu 1 haldinn í Hockenheim en þýsku brautirnar tvær skiptast á að halda kappaksturinn fyrir heimaland sitt. Nú er röðin komin að Nürburgring.

Ecclestone staðfesti það í dag við Reuters-fréttastofuna að kappaksturinn muni fara fram á sinni upprunalegu dagsetningu 7. júlí í sumar.

Enn er hins vegar óvist hvort Ecclestone takist að gera mót ársins 20 eins og hann dreymir um. Í desember ruddi hann dagsetningum í júlí til að halda möguleikanum á tuttugasta kappakstrinum opnum. Enn hefur ekki verið samið um mótsstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×