Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2013 16:35 Myndir / Valgarður Gíslason HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira