Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: „Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn“ Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 20:31 Eiríkur Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson voru gestir Kastljóssins í kvöld. Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér. Fjölmiðlar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira