Neil Lennon, stjóri skoska stórliðsins Celtic, er með húmorinn í lagi. Hann svaraði síma blaðamanns á nýlegum blaðamannafundi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Blaðamaðurinn lét símann á borðið fyrir framan Lennon til að taka upp ummæli hans á fundinum, eins og algengt er.
Þegar síminn hringdi hins vegar sá Lennon sig knúinn til að svara honum. Hann átti stutt en gott samtal við eiginkonu blaðamannsins - sem hringdi tvisvar á stuttum tíma.

