Heitustu förðunartrend sumarsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2013 12:00 Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira