Viðskipti innlent

Segja ekkert óeðlilegt við verðlagningu Samherja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson er aðaleigandi Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson er aðaleigandi Samherja.
Sérfræðingar frá endurskoðunarstofunni Baker Tilly í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi verið athugavert við verðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila. Vegna ásakana Seðlabanka Íslands um undirverðlagningu á sölu afurða Samherja til skyldra aðila lét Seagold Ltd, dótturfélag Samherja í Bretlandi, gera óháða greiningu og úttekt á rekstri fyrirtækisins.

„Afdráttarlaus niðurstaða þessarar úttektar var sú að ekkert væri við þessi viðskipti að athuga, viðskipti Seagold Ltd. við tengda aðila væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Því væri engin þörf á að breyta þar nokkru, hvorki verðlagningu né aðferðum við verðlagningu," segir á vef Samherja um málið.

Samherji hefur áður birt niðurstöður IFS-Greiningar sem eru á sömu lund og niðurstöður Baker Tilly.

Sjá má tilkynningu Samherja í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×