Viðskipti innlent

Stærsta mál sérstaks saksóknara til þessa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Þorvaldsson er saksóknari hjá sérstökum saksóknara.
Björn Þorvaldsson er saksóknari hjá sérstökum saksóknara. Mynd/ Vilhelm.
Gögn sérstaks saksóknara í al-Thani málinu telja um 7000 blaðsíður, segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann líklegt að þetta sé umfangsmesta mál sem sérstakur saksóknari hefur ákært í þegar horft er til skjalafjölda.

Til samanburðar má nefna að í Aurum málinu eru málsskjölin um sex þúsund blaðsíður. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag munu 50 vitni koma fyrir dóminn í al-Thani málinu. Það er meiri fjöldi vitna en fram kom í landsdómsmálinu gegn Geir Haarde. Þar komu 40 vitni fram fyrir dóminn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×