NFL: Ótrúlegur sigur Baltimore í Denver | Kaepernick kláraði Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2013 11:38 Ray Lewis og Peyton Manning heilsast eftir leikinn í nótt. Mynd/AP Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00. NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Baltimore Ravens og San Francisco 49ers tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum úrslitakeppni NFL-deildarinnar vestanhafs en tveir magnaðir leikir voru á dagskrá í nótt. Baltimore hafði afar óvænt betur gegn Denver Broncos, 38-35, í tvíframlengdum leik. Denver hafði unnið ellefu leiki í röð og náði besta árangri allra liða í deildakeppninni í vetur. Veðurfarið gerði leikmönnum einnig erfitt fyrir en tólf gráðu frost var á meðan leikurinn fór fram. Varnarmaðurinn Ray Lewis spilar því að minnsta kosti einn leik í viðbót en hann tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi hætta eftir tímabilið eftir sautján ára feril með Baltimore Ravens. Allt stefndi í sigur Denver, meira að segja þegar að Baltimore fékk boltann þegar rúm mínúta var til leiksloka. En leikstjórnandinn Joe Flacco átti ótrúlega sendingu á Jacoby Jones sem skoraði 70 jarda snertimark þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Staðan var þá 35-35 og þurfti að framlengja leikinn. Hvorugt lið skoraði í fyrstu framlengingunni en Baltimore fékk boltann á góðum stað í lokin þegar varnarmaðurinn Corey Graham komst inn í sendingu Peyton Manning, hins magnaða leikstjórnanda Denver. Baltimore náði sér að koma í góða stöðu fyrir sparkarann Justin Tucker sem tryggði sínum mönnum sigurinn með vallarmarki snemma í síðari framlengingunni. Baltimore mun nú mæta sigurvegaranum úr leik New England Patriots og Houston Texans í kvöld í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.Í síðari leik kvöldsins sýndi hinn ungi Colin Kapernick, leikstjórnandi San Francisco, að hann er einn besti leikmaður deildarinnar í þessari krefjandi leikstöðu. Kaepernick átti hreint magnaðan leik í sigri San Francisco á Green Bay Packers, 45-31. Hann hljóp sjálfur með boltann 181 jarda og er það met hjá leikstjórnanda í NFL-deildinni. Aldrei áður hefur leikstjórnandi hlaupið jafn mikið með boltann og Kaepernick gerði það í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni. Hann skoraði sjálfur tvö snertimörk og gaf svo tvær snertimarkssendingar þar að auki. Hann kastaði boltanum samtals 263 jarda í leiknum og átti sterk vörn Green Bay-liðsins einfaldlega engin svör gegn magnaðri frammistöðu Kaepernick. Seattle og Atlanta mætast svo í kvöld og mætir sigurvegarnum úr þeim leik liði San Francisco í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Leiki kvöldsins má sjá á ESPN America (rás 43 á fjölvarpinu): 18.00 Atlanta - Seattle 21.30 New England - HoustonUpphitun hefst á ESPN America klukkan 15.00.
NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira