Íslenski boltinn

Miðasalan hafin á leiki íslensku stelpnanna á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í eldlínunni í sumar þegar liðið verður meðal þátttökuliða á Evrópumótinu í Svíþjóð en íslensku stelpurnar eru í riðli með Noregi, Þýskalandi og Hollandi.

Knattspyrnusambandið vakti athygli á því í frétt á heimasíðu sinni í dag að miðasalan sé farin í gang á leiki íslenska liðsins en miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi fyrir 22. febrúar næstkomandi.

Fréttin á heimasíðu KSÍ:

Miðasala á leiki Íslands á úrslitakeppni EM kvenna 2013, sem fram fer í Svíþjóð 10. - 28. júlí, er hafin. Skila skal miðapöntunum til KSÍ og þurfa þær að berast í síðasta lagi 22. febrúar næstkomandi. Miðapöntunum skal skila á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á heimasíðu KSÍ, www.ksi.is .

Leikir Íslands í riðlakeppninni eru:

Noregur – Ísland 11. júlí kl. 18:00 Kalmar Arena, Kalmar

Ísland – Þýskaland 14. júlí kl. 20:30 Växjo Arena, Växjo

Holland – Ísland 17. júlí kl. 18:00 Växjo Arena, Växjo

Miðaverð er eftirfarandi:

Svæði 1 (Cat 1) kr. 4.400 m sendingarkostnaði

Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 3.400 m sendingarkostnaði

Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 2.400 m sendingarkostnaði

Barnamiðar (börn 16 ára og yngri) kr. 1.200 m sendingarkostnaði

Ef keypt er á alla leikina 3 hjá Íslandi í einu er verðið svona:

Svæði 1 (Cat 1) kr. 9.400 m sendingarkostnaði

Svæði 2 (Cat 2 ) kr. 7.000 m sendingarkostnaði

Svæði 3 (Cat 3 ) kr. 4.800 m sendingarkostnaði

Skila þarf inn miðapöntun til KSÍ á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar. Hægt er að senda eyðublaðið í tölvupósti á ragnheidur@ksi.is eða faxa til KSÍ í númerið 568 9793.

Miða á aðra leiki en leiki Íslands er hægt að nálgast á http://www.ticnet.se/ frá og með 14. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×