Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“ 18. janúar 2013 14:42 Larry Page, forstjóri Google. MYND/AFP Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page. Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page.
Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur