Forstjóri Google: "Vörur Facebook eru lélegar“ 18. janúar 2013 14:42 Larry Page, forstjóri Google. MYND/AFP Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page. Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Larry Page, forstjóri og annar stofnenda tæknirisans Google, segir að stjórnendur samskiptasíðunnar Facebook hafi staðið sig afar illa við þróun vefsíðunnar síðustu misseri. Page lét ummælin falla í viðtali við bandarísku tæknifréttasíðuna Wired, stuttu áður en Facebook opinberaði endurbætta leitarþjónustu sína. Með breytingunum sækir Facebook nú á markað Google. Page sagðist ekki vera hræddur við samkeppni frá Facebook. Þvert á móti sé það rétt þróun að samskiptasíðan leiti á þessi mið. „Ég kýs að hugsa ekki um málið þannig. Við hjá Google höfum átt í verulegum vandræðum með að skilgreina það hvernig notendur okkar deila persónulegum upplýsingum sínum, hvernig þeir kjósa að tjá sig á veraldarvefnum. Facebook hefur gert vel á þeim vettvangi. En þeir hafa engu að síður skilað af sér afar lélegri vöru," sagði Page. „Forsenda árangurs Google er ekki sú að öðru fyrirtæki mistakist. Við bjóðum einfaldlega upp á eitthvað allt annað og meira." Árangurssaga hins 39 ára gamla Larry Page er með ólíkindum. Hann stofnaði Google árið 1998 ásamt Sergey Brin en þeir voru þá nemendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Á skömmum tíma varð Google eitt áhrifamesta tæknifyrirtæki veraldar. Í viðtalinu ræddi Page stuttlega um framtíðarhorfur Google. Hann lýsti því yfir að ómögulegt væri að gera ráð fyrir stigvaxandi vexti fyrirtækisins. „Stighækkandi þróun er úrelt," sagði Page. „Þá sérstaklega þegar litið er til tæknigeirans þar sem öruggt er að þróunin verður ekki fyrirsjáanleg." Þá fagnaði Page velgengni Android-stýrikerfisins. Hann minntist þess þegar Steve Jobs heitinn, fyrrverandi forstjóri Apple, sagðist ætla að fara í kjarnorkustríð gegn Android. „Og hversu vel hefur það stríð gengið?" svaraði Page.
Mest lesið Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira