Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki og Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni komu fyrst í mark í karla- og kvennaflokki í Gamlárshlaupi ÍR sem fram fór venju samkvæmt í gær.
Kári Steinn hafði töluverða yfirburði í hlaupinu en hann kom í mark á tímanum 32:48 mínútum. Næstur á eftir honum var Ingvar Hjartarson úr Fjölni á 34:47 mínútum en Tómas Zoöga Geirsson úr ÍR varð þriðji á 35:14 mínútum.
Arndís Ýr kom í mark á tímanum 41:02 mínútum og var rúmri hálfri mínútu á undan Ebbu Særúnu Brynjarsdóttur, úr Hlaupahópi FH/3SH, sem kom í mark á 41:36 mínútum.
Heildarúrslit úr hlaupinu má sjá hér.

