Fótbolti

Gylfi í úrvalsliði Norðurlanda

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gylfi í leik með Tottenham
Gylfi í leik með Tottenham Mynd/Nordic Photos/Getty
Norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið sérstakt úrvalslið Norðurlanda og er Gylfi Þór Sigurðsson eini Íslendingurinn í því.

Verdens Gang stillir upp í leikkerfið 4-5-1 og er að auki með fimm manna varamannabekk. Danmörk og Svíþjóð eiga flesta leikmenn í liðinu eða fjóra hvor þjóð. Noregur á tvo og Ísland einn.

Úrvalslið Norðurlanda samkvæmt Verdens Gang:

Markvörður: Anders Lindegaard, Man. Utd. (Danmörku)

Varnarmenn: Mikael Lustig, Celtic (Svíþjóð), Brede Hangeland, Fulham (Noregi), Daniel Agger, Liverpool (Danmörku), John Arne Riise, Fulham (Noregi).

Miðjumenn: Gylfi Þór Sigurðsson, Tottenham (Íslandi), William Kvist, Stuttgart (Danmörku), Rasmus Elm, CSKA Moskva (Svíþjóð), Kim Källström, Spartak Moskva (Svíþjóð), Cristian Eriksen, Ajax (Danmörku).

Framherji: Zlatan Ibrahimovic, Paris SG (Svíþjóð).

Varamenn: Jussi Jääskeläinen, West Ham (Finnlandi), Simon Kjær, Wolfsburg (Danmörku), Håvard Nordtveit, Borussia Mönchengladbach (Noregi), Sebastian Larsson, Sunderland (Svíþjóð), Nicklas Bendtner, Juventus (Danmörku).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×