Sport

Aníta vann mesta afrekið á Áramóti Fjölnis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR endaði frábært ár með því að ná mesta afrekinu á sjötta Áramót Fjölnis sem var haldið um síðustu helgi. Aníta var þarna að vinna veglegan farandbikar annað árið í röð en hann var veittur í fjórða sinn.

Aníta Hinriksdóttir fékk 1051 stig fyrir 400 metra hlaup þegar hún hlóp á tímanum 55,23 sekúndum. Önnur í sama hlaupi var Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki á nýju persónulegu meti eða 56,61 sekúndum.

Einar Daði Lárusson úr ÍR vann stangarstökk karla á persónulegu meti (4,80 metrum) auk þess að vinna 60 m hlaup á tímanum 7,21 sekúndum.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni vann tvöfalt; í 60 metra hlaupi á tímanum 7,94 sekúndum og í 200 metra hlaupi á tímanum 25,73 sekúndum.

Hermann Þór Haraldsson úr FH vann einnig tvöfalt en hann vippaði sér yfir 1,93 metra í hástökki og stökk 6,25 metra í langstökki.

Ingvar Hjartarson úr Fjölni vann 5000 metra hlaupið á tímanum 15:16,04 mínútum og setti nýtt aldursflokkamet í flokki 18-19 ára pilta og í sama hlaupi setti Viktor Orri Pétursson Ármanni nýtt aldurflokkamet í flokki 15 ára pilta á tímanum 17:09,01 mínútum.

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH setti nýtt aldursflokkamet í 800 metra hlaupi í flokki 12 ára stúlkna þegar hún vann hlaupið á tímanum 2:22,62 mínútum.

Styrmir Dan Steinunnarson úr Umf. Þór sett aldursflokkamet í hástökki í flokki 13 ára pilta með stökki upp á 1,75 metra. Þá setti Reynir Zoëga Breiðablik aldurflokkamet í 400 metra hlaupi í flokki 13 ára pilta með því að hlaupa á tímanum 57,88 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×