Liðsmenn Milan gengu af velli vegna kynþáttafordóma | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 22:15 Kevin-Prince Boateng Nordicphotos/Getty Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar. Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar.
Ítalski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira