Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fjölnir 95-87 Jón Júlíus Karlsson í Ásgarði skrifar 4. janúar 2013 14:46 Stjörnumenn unnu í kvöld ágætan heimasigur gegn Fjölni í Dominos-deild karla, 95-87. Eftir að Fjölnir hafði byrjað leikinn betur náðu heimamenn yfirhöndinni og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur. Fjölnismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu mest sjö stiga forystu. Jón Sverrisson var öflugur í teignum og bjó til færi fyrir félaga sína. Það var því mikið áfall þegar Jón varð að fara af velli eftir um sex mínútna leik vegna hnémeiðsla. Hann lenti í samstuði við Brian Mills og lá sárkvalinn eftir. Stjörnumenn nýttu sér fjarveru Jóns og náðu að jafna áður en fyrsti leikhluti var úti, 23-23. Stjörnumenn voru ákveðnari í öðrum leikhluta og náðu fljótlega yfirhöndinni. Jovan Zdravevski átti góða innkomu og skoraði 12 stig í leikhlutanum. Stjörnumenn voru aftur á móti ekki að leika neitt sérstaka vörn og fengu á sig nokkrar þriggja stiga körfur í andlitið frá gestunum. Staðan í hálfleik 49-40 fyrir heimamenn. Í þriðja leikhluta verður helst minnst fyrir mikla baráttu Fjölnismanna. Þeir gáfu sig alla í verkefnið og börðust í alla bolta, bæði í vörn og sókn. Jovan Zdravevski sýndi einnig hversu góð skytta hann er í þriðja leikhluta og setti niður nokkra góða þrista. Staðan að loknum þriðja leikhluta 74-67 og gestirnir úr Grafarvogi ennþá inni í leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu Fjölnismanna þá áttu þeir einfaldlega ekki erindi á móti sterku liði Fjölnis. Þó að Stjörnumenn hefðu ekki átt sinn besta dag þá voru þeir einfaldlega einu númeri of stórir gegn ungu liði gestanna. Lokatölur urðu 95-87.Teitur: „Jarrid er vonandi það sem okkur hefur vantað" „Heilt yfir er ég nokkuð sáttur. Það er búið að vera hlé á deildinni þannig að við vorum svolítið ryðgaðir. Nýi leikmaðurinn okkar hefur lítið leikið körfubolta að undanförnu en ég er mjög ánægður með það sem ég sá frá honum. Við erum með fullt af vopnum og nú þurfum við að stilla okkur af," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur sinna manna gegn Fjölni í kvöld. „Fjölnismenn börðust frábærlega og eiga heiður skilinn. Þeir spiluðu sinn leik vel. Við ákváðum að spila hratt líkt og þeir í stað þess að reyna að drepa leikinn niður. Það hefði kannski verið betra að drepa leikinn niður og spila hægt þar sem ég er með stærra lið en þá hefði öllum leiðst í húsinu," segir Teitur og hlær. Teitur er spenntur fyrir nýja leikmanni sínum, Bandaríkamanninum Jarrid Fyre. „Þetta er hörku leikmaður og hann klárar færin sín í kringum körfuna mjög vel. Við þurfum að koma honum í form - hann er með mikinn sprengikraft og er að komast í gang. Hvort að þetta sé maðurinn sem okkur hefur vantað kemur í ljós í vor. Enn sem komið er þá lítur þetta vel út."Hjalti Þór: „Vona að það sé í lagi með Jón Sverris" „Við missum Jón (Sverrisson) þegar það voru fimm mínútur búnar af leiknum. Við vorum ekki með neinn annan stórann mann í hópnum. Ég vona að það sé í lagi með hann og að hann nái næsta leik því við þurfum á honum að halda. Eftir það þá var þetta mjög erfitt gegn liði eins og Stjörnunni. Við vorum duglegir að sækja á körfuna og spiluðum vel saman sem lið. Við börðumst eins og ljón og stóðum okkur vel," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. Hjalti gerði breytingar á liði sínu fyrir átökin eftir áramót. Hann sagði upp samningi sínum við tvo erlenda leikmenn og fékk þess í stað til liðs við sig Isaac Miles og Christopher Smith. „Mér lýst fanta val á framhaldið. Isaac Miles hentar okkur rosalega vel þó hann hafi ekki hentað hinum tveimur liðunum sem hann hefur spilað með hér á landi. Hann hleypur og keyrir að körfunni sem við viljum gera. Við vitum hvernig Christopher Smith spilar þannig að ég er bjartsýnn." Hjalti vonast til að Smith nái næsta leik hjá Fjölni gegn KFÍ eftir viku. „Smith fékk ekki atvinnuleyfi fyrir leikinn í kvöld en við reiknum með að hann nái næsta leik."Stjarnan-Fjölnir 95-87 (23-23, 26-17, 25-27, 21-20)Stjarnan: Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Jarrid Frye 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Brian Mills 12/10 fráköst, Justin Shouse 11/4 fráköst/10 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 9/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 6/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 5/10 fráköst.Fjölnir: Isaac Deshon Miles 19/11 fráköst, Gunnar Ólafsson 17/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/5 stolnir, Árni Ragnarsson 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Sverrisson 5. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson, Gunnar Thor Andresson. Áhorfendur: 231Bein textalýsing:40 min: Leik lokið 95-87. 39 min: Staðan er 95-83 þegar skammt er eftir. 37 min: Jarrid Fyre skellti í eina góða troðslu sem gladdi heimamenn. Alvöru troðsla þar á ferðinni. Staðan er 93-80. 36 min: Þegar fjórar mínútur eru eftir leiðir Stjarnan með 10 stigum, 87-77. 35 min: Stuðningsmenn Fjölnis hafa verið líflegir. Þeir hafa átt stúkuna. 34 min: Fjölnismenn gefast ekki upp og berjast fyrir að halda sér í leiknum. Jovan setti þá niður þrist á móti. Staðan er 84-74. 32 min: Jarrid Fyre setti niður létta troðslu til að kæta heimamenn. Staðan er 79-72. 31 min: Brian Mills er kominn í villuvandræði og er kominn með fjórar villur. Hann fer af velli. Marvin og Jarrid eru einnig komnir með þrjár villur hjá heimamönnum. 31 min: Dagur Kr. Jónsson skorar fyrstu stig fjórða leikhluta með vænum þrist. 77-67. 30 min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 74-67. 29 min: Brian Mills hefur tekið nokkur góð blokk í kvöld. Hann hefur leikið vel í Stjörnuliðinu. 29 min: Isaac Miles hjá Fjölni fer af velli eftir að hafa lent illa á Sæmundi Valdimarssyni. Meiðslin ekki mikil en um að gera hvíla og ná sér fyrir lokaleikhlutann. 28. min: Jovan Zdravevski er sjóðheitur í kvöld en hann er búinn að skora 18 stig. Staðan 70-64. 27 min: Eftir að Jón Sverrisson meiddist þá hafa Fjölnismenn ekki mikinn kraft inni í teig. Gestirnir reyna helst skot fyrir utan og að brjóta sér leið inn í teiginn. Það er augljóst að þeir sakna Jóns sem hefur mikla nærveru í teignum. 26 min: Dæmdur er ásetningur á Jovan Zdravevski fyrir brot í hraðri sókn Fjölnismanna. Gestirnir nýta annað vítið og sóknin í kjölfarið fer forgörðum. Staaðn 54-55. 24 min: Fjölnismenn hanga inni í leiknum sem stendur en heimamenn í Stjörnunni eru talsvert betri. Gestirnir berjast þó af krafti. Staðan 61-53. 23 min: Brian Mills á fyrstu troðslu kvöldsins eftir sérlega vel útfærða sókn hjá Stjörnunni. 23 min: Stjarnan er að síga framúr. Staðan er 55-46. 21 min: Marvin Valdimarsson hefur ekki fundið sig í kvöld. Hann hefur lítið leikið en verið sérlega mistækur í að næla sér í villur. Hann er kominn með þrjár villur nú þegar. 20 min: Staðan að loknum öðrum leikhluta: 49-40. Stigahæstir hjá Stjörnunni eru þeir Jovan Zdravevski og Jarrid Frye með 12 stig. Hjá Fjölni hefur Arnþór Freyr Guðmundsson skorað 8 stig og Tómas Tómasson er með 7 stig. 19 min: Björgvin Ríkharðsson reyndi rosalega troðslu úr teignum yfir varnarmenn Stjörnunnar en því miður, fyrir hreinlega íslenskan körfuknattleik, þá fór boltinn í hringinn. Flott tilþrif engu að síður. 18 min: Jarrid Frye fyrir Stjörnuna hefur átt fínan leik og er stigahæstur enn sem komið er með 12 stig. 16 min: Fjölnir tók ágæta rispu og náði að minnka muninn niður í þrjú stig áður en Jovan Zdrveski setti niður þrist. Staðan 42-36. 16 min: Justin Shouse varð eftir örlitlum meiðslum eftir að hafa lent í samstuði við Isaac Miles. Shouse harkar af sér en fer svo útaf og kælir. 15 min: Leikurinn er ekkert sérlega hraður. Liðin hafa brotið talsvert af sér í öðrum leikhluta. 14 min: Fjölnismenn skora mikið fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjörnumenn leyfa gestunum að skjóta mikið fyrir utan teig. Staðan 34-31. 12 min: Stjörnumenn fara betur af stað í öðrum leikhluta. Staðan 31-26. 10 min: Staðan er 23-23 að lokum fyrsta leikhluta. 8 min: Björgvin Hafþór Ríkharðsson tók stórkostlegt blokk á Kjartan Atla Kjartansson. Fjölnismenn í stúkunni stóðu upp af kæti. 7 min: Jólahátíðarnar virðast ekki hafa farið mjög vel í Justin Shouse en hann hefur verið frekar mistækur í kvöld. Hann er ekki enn kominn á blað. Staðan 17-20. 6 min: Jón Sverrisson leikmaður Fjölnis liggur sárkvalinn á vellinum og virðist hafa orðið fyrir slæmum hnémeiðslum. Sjúkrarþjálfarar beggja liða hlúa að leikmanninum. Hann er staðinn upp en það er óvíst hvort að hann leiki meira í kvöld. Jón lenti í samstuði við Brian Mills hjá Stjörnunni. 6 min: Fjölnismenn eru ekkert að slaka á og eru yfir 11-18. Teitur er ekki sáttur við að sínir menn séu ekki að hlaupa nógu hratt í vörn. "Það þýðir ekkert að skokka," segir Teitur óhress. 5 min: Fjölnir teflir jafnframt fram nýjum leikmanni en það er Isaac Miles sem lék með Tindastóli fyrr í vetur. 4 min: Fjölnir hefur hafið leikinn sérlega vel. Staðan er 6-13.2 min: Staðan er 6-6. Jarrid Frye er mættur á parketið og skoraði úr sínu fyrsta skoti.1 min: Leikurinn er hafinn. Fjölnir skoraði fyrstu stig leiksins og það gerði Árni Ragnarsson.0 min: Nýr leikmaður leikur í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Það er enginn annar en Jarrid Frye sem er frá Bandaríkjunum. Hann lék síðast með liði í Makedoníu og er talinn mjög sterkur varnamaður. Hann leikur í treyju númer 7. Frye er 194 cm að hæð og ljúf 94 kíló.0 min: Áhorfendur eru farnir að flykkjast leikinn og lítur út fyrir ágæta mætingu.0 min: Velkomin/n í beina textaslýsingu frá leik Stjörnunnar og Fjölnis í Dominos-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Stjörnumenn unnu í kvöld ágætan heimasigur gegn Fjölni í Dominos-deild karla, 95-87. Eftir að Fjölnir hafði byrjað leikinn betur náðu heimamenn yfirhöndinni og unnu að lokum nokkuð þægilegan sigur. Fjölnismenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu mest sjö stiga forystu. Jón Sverrisson var öflugur í teignum og bjó til færi fyrir félaga sína. Það var því mikið áfall þegar Jón varð að fara af velli eftir um sex mínútna leik vegna hnémeiðsla. Hann lenti í samstuði við Brian Mills og lá sárkvalinn eftir. Stjörnumenn nýttu sér fjarveru Jóns og náðu að jafna áður en fyrsti leikhluti var úti, 23-23. Stjörnumenn voru ákveðnari í öðrum leikhluta og náðu fljótlega yfirhöndinni. Jovan Zdravevski átti góða innkomu og skoraði 12 stig í leikhlutanum. Stjörnumenn voru aftur á móti ekki að leika neitt sérstaka vörn og fengu á sig nokkrar þriggja stiga körfur í andlitið frá gestunum. Staðan í hálfleik 49-40 fyrir heimamenn. Í þriðja leikhluta verður helst minnst fyrir mikla baráttu Fjölnismanna. Þeir gáfu sig alla í verkefnið og börðust í alla bolta, bæði í vörn og sókn. Jovan Zdravevski sýndi einnig hversu góð skytta hann er í þriðja leikhluta og setti niður nokkra góða þrista. Staðan að loknum þriðja leikhluta 74-67 og gestirnir úr Grafarvogi ennþá inni í leiknum. Þrátt fyrir mikla baráttu Fjölnismanna þá áttu þeir einfaldlega ekki erindi á móti sterku liði Fjölnis. Þó að Stjörnumenn hefðu ekki átt sinn besta dag þá voru þeir einfaldlega einu númeri of stórir gegn ungu liði gestanna. Lokatölur urðu 95-87.Teitur: „Jarrid er vonandi það sem okkur hefur vantað" „Heilt yfir er ég nokkuð sáttur. Það er búið að vera hlé á deildinni þannig að við vorum svolítið ryðgaðir. Nýi leikmaðurinn okkar hefur lítið leikið körfubolta að undanförnu en ég er mjög ánægður með það sem ég sá frá honum. Við erum með fullt af vopnum og nú þurfum við að stilla okkur af," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar eftir sigur sinna manna gegn Fjölni í kvöld. „Fjölnismenn börðust frábærlega og eiga heiður skilinn. Þeir spiluðu sinn leik vel. Við ákváðum að spila hratt líkt og þeir í stað þess að reyna að drepa leikinn niður. Það hefði kannski verið betra að drepa leikinn niður og spila hægt þar sem ég er með stærra lið en þá hefði öllum leiðst í húsinu," segir Teitur og hlær. Teitur er spenntur fyrir nýja leikmanni sínum, Bandaríkamanninum Jarrid Fyre. „Þetta er hörku leikmaður og hann klárar færin sín í kringum körfuna mjög vel. Við þurfum að koma honum í form - hann er með mikinn sprengikraft og er að komast í gang. Hvort að þetta sé maðurinn sem okkur hefur vantað kemur í ljós í vor. Enn sem komið er þá lítur þetta vel út."Hjalti Þór: „Vona að það sé í lagi með Jón Sverris" „Við missum Jón (Sverrisson) þegar það voru fimm mínútur búnar af leiknum. Við vorum ekki með neinn annan stórann mann í hópnum. Ég vona að það sé í lagi með hann og að hann nái næsta leik því við þurfum á honum að halda. Eftir það þá var þetta mjög erfitt gegn liði eins og Stjörnunni. Við vorum duglegir að sækja á körfuna og spiluðum vel saman sem lið. Við börðumst eins og ljón og stóðum okkur vel," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. Hjalti gerði breytingar á liði sínu fyrir átökin eftir áramót. Hann sagði upp samningi sínum við tvo erlenda leikmenn og fékk þess í stað til liðs við sig Isaac Miles og Christopher Smith. „Mér lýst fanta val á framhaldið. Isaac Miles hentar okkur rosalega vel þó hann hafi ekki hentað hinum tveimur liðunum sem hann hefur spilað með hér á landi. Hann hleypur og keyrir að körfunni sem við viljum gera. Við vitum hvernig Christopher Smith spilar þannig að ég er bjartsýnn." Hjalti vonast til að Smith nái næsta leik hjá Fjölni gegn KFÍ eftir viku. „Smith fékk ekki atvinnuleyfi fyrir leikinn í kvöld en við reiknum með að hann nái næsta leik."Stjarnan-Fjölnir 95-87 (23-23, 26-17, 25-27, 21-20)Stjarnan: Jovan Zdravevski 21/4 fráköst, Jarrid Frye 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Brian Mills 12/10 fráköst, Justin Shouse 11/4 fráköst/10 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 9/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 6/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 5/10 fráköst.Fjölnir: Isaac Deshon Miles 19/11 fráköst, Gunnar Ólafsson 17/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 13/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 10/5 stolnir, Árni Ragnarsson 10/8 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Sverrisson 5. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson, Gunnar Thor Andresson. Áhorfendur: 231Bein textalýsing:40 min: Leik lokið 95-87. 39 min: Staðan er 95-83 þegar skammt er eftir. 37 min: Jarrid Fyre skellti í eina góða troðslu sem gladdi heimamenn. Alvöru troðsla þar á ferðinni. Staðan er 93-80. 36 min: Þegar fjórar mínútur eru eftir leiðir Stjarnan með 10 stigum, 87-77. 35 min: Stuðningsmenn Fjölnis hafa verið líflegir. Þeir hafa átt stúkuna. 34 min: Fjölnismenn gefast ekki upp og berjast fyrir að halda sér í leiknum. Jovan setti þá niður þrist á móti. Staðan er 84-74. 32 min: Jarrid Fyre setti niður létta troðslu til að kæta heimamenn. Staðan er 79-72. 31 min: Brian Mills er kominn í villuvandræði og er kominn með fjórar villur. Hann fer af velli. Marvin og Jarrid eru einnig komnir með þrjár villur hjá heimamönnum. 31 min: Dagur Kr. Jónsson skorar fyrstu stig fjórða leikhluta með vænum þrist. 77-67. 30 min: Staðan að loknum þriðja leikhluta er 74-67. 29 min: Brian Mills hefur tekið nokkur góð blokk í kvöld. Hann hefur leikið vel í Stjörnuliðinu. 29 min: Isaac Miles hjá Fjölni fer af velli eftir að hafa lent illa á Sæmundi Valdimarssyni. Meiðslin ekki mikil en um að gera hvíla og ná sér fyrir lokaleikhlutann. 28. min: Jovan Zdravevski er sjóðheitur í kvöld en hann er búinn að skora 18 stig. Staðan 70-64. 27 min: Eftir að Jón Sverrisson meiddist þá hafa Fjölnismenn ekki mikinn kraft inni í teig. Gestirnir reyna helst skot fyrir utan og að brjóta sér leið inn í teiginn. Það er augljóst að þeir sakna Jóns sem hefur mikla nærveru í teignum. 26 min: Dæmdur er ásetningur á Jovan Zdravevski fyrir brot í hraðri sókn Fjölnismanna. Gestirnir nýta annað vítið og sóknin í kjölfarið fer forgörðum. Staaðn 54-55. 24 min: Fjölnismenn hanga inni í leiknum sem stendur en heimamenn í Stjörnunni eru talsvert betri. Gestirnir berjast þó af krafti. Staðan 61-53. 23 min: Brian Mills á fyrstu troðslu kvöldsins eftir sérlega vel útfærða sókn hjá Stjörnunni. 23 min: Stjarnan er að síga framúr. Staðan er 55-46. 21 min: Marvin Valdimarsson hefur ekki fundið sig í kvöld. Hann hefur lítið leikið en verið sérlega mistækur í að næla sér í villur. Hann er kominn með þrjár villur nú þegar. 20 min: Staðan að loknum öðrum leikhluta: 49-40. Stigahæstir hjá Stjörnunni eru þeir Jovan Zdravevski og Jarrid Frye með 12 stig. Hjá Fjölni hefur Arnþór Freyr Guðmundsson skorað 8 stig og Tómas Tómasson er með 7 stig. 19 min: Björgvin Ríkharðsson reyndi rosalega troðslu úr teignum yfir varnarmenn Stjörnunnar en því miður, fyrir hreinlega íslenskan körfuknattleik, þá fór boltinn í hringinn. Flott tilþrif engu að síður. 18 min: Jarrid Frye fyrir Stjörnuna hefur átt fínan leik og er stigahæstur enn sem komið er með 12 stig. 16 min: Fjölnir tók ágæta rispu og náði að minnka muninn niður í þrjú stig áður en Jovan Zdrveski setti niður þrist. Staðan 42-36. 16 min: Justin Shouse varð eftir örlitlum meiðslum eftir að hafa lent í samstuði við Isaac Miles. Shouse harkar af sér en fer svo útaf og kælir. 15 min: Leikurinn er ekkert sérlega hraður. Liðin hafa brotið talsvert af sér í öðrum leikhluta. 14 min: Fjölnismenn skora mikið fyrir utan þriggja stiga línuna. Stjörnumenn leyfa gestunum að skjóta mikið fyrir utan teig. Staðan 34-31. 12 min: Stjörnumenn fara betur af stað í öðrum leikhluta. Staðan 31-26. 10 min: Staðan er 23-23 að lokum fyrsta leikhluta. 8 min: Björgvin Hafþór Ríkharðsson tók stórkostlegt blokk á Kjartan Atla Kjartansson. Fjölnismenn í stúkunni stóðu upp af kæti. 7 min: Jólahátíðarnar virðast ekki hafa farið mjög vel í Justin Shouse en hann hefur verið frekar mistækur í kvöld. Hann er ekki enn kominn á blað. Staðan 17-20. 6 min: Jón Sverrisson leikmaður Fjölnis liggur sárkvalinn á vellinum og virðist hafa orðið fyrir slæmum hnémeiðslum. Sjúkrarþjálfarar beggja liða hlúa að leikmanninum. Hann er staðinn upp en það er óvíst hvort að hann leiki meira í kvöld. Jón lenti í samstuði við Brian Mills hjá Stjörnunni. 6 min: Fjölnismenn eru ekkert að slaka á og eru yfir 11-18. Teitur er ekki sáttur við að sínir menn séu ekki að hlaupa nógu hratt í vörn. "Það þýðir ekkert að skokka," segir Teitur óhress. 5 min: Fjölnir teflir jafnframt fram nýjum leikmanni en það er Isaac Miles sem lék með Tindastóli fyrr í vetur. 4 min: Fjölnir hefur hafið leikinn sérlega vel. Staðan er 6-13.2 min: Staðan er 6-6. Jarrid Frye er mættur á parketið og skoraði úr sínu fyrsta skoti.1 min: Leikurinn er hafinn. Fjölnir skoraði fyrstu stig leiksins og það gerði Árni Ragnarsson.0 min: Nýr leikmaður leikur í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Það er enginn annar en Jarrid Frye sem er frá Bandaríkjunum. Hann lék síðast með liði í Makedoníu og er talinn mjög sterkur varnamaður. Hann leikur í treyju númer 7. Frye er 194 cm að hæð og ljúf 94 kíló.0 min: Áhorfendur eru farnir að flykkjast leikinn og lítur út fyrir ágæta mætingu.0 min: Velkomin/n í beina textaslýsingu frá leik Stjörnunnar og Fjölnis í Dominos-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum