Handbolti

Haukar kalla á Þórð Rafn til baka úr láni hjá Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórður Rafn Guðmundsson.
Þórður Rafn Guðmundsson. Mynd/Stefán
Þórður Rafn Guðmundsson mun spila með Haukum á nýjan leik þegar N1-deild karla byrjar aftur eftir HM-frí því Haukar hafa kallaða hann til baka úr láni hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram á

Handbolti.org.

Þórður Rafn hefur spilað vel fyrir Stjörnuna í 1. deildinni í vetur og er annar markahæsti leikmaður liðsins með 42 mörk í 10 leikjum. Þetta er því mikill missir fyrir Stjörnuliðið sem er eins og er í toppsæti 1. deildarinnar.

Þórður er uppalinn Haukamaður en var lánaður til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil eftir að hafa fengið lítið að spreyta sig á síðustu leiktíð.

Haukar misstu Stefán Rafn Sigurmannsson á dögunum til Rhein-Neckar Löwen og þá er Sigurbergur Sveinsson ekki enn byrjaður að spila með liðinu. Þórður Rafn er því ætlað að hjálpa liðinu í seinni hlutanum en Haukar fóru inn í HM-hléið með átta stiga forskot á toppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×