Vildirðu láta opna bréfin þín? Ögmundur Jónasson skrifar 25. júní 2013 00:01 Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun