Handbolti

Nú geta krakkarnir æft sig sjálfir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturla og Bjarni eru hér með ungum iðkanda úr ÍR.
mynd/aðalsteinn
Sturla og Bjarni eru hér með ungum iðkanda úr ÍR. mynd/aðalsteinn
Á morgun kemur út diskurinn „Frá byrjanda til landsliðsmanns", en það eru handboltakapparnir og vinirnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem standa á bak við þetta fyrsta íslenska kennslumyndband í handbolta.

„Diskurinn er um tveggja tíma langur og er skipt upp í fimm kafla þar sem allt sem skiptir máli er útskýrt. Þekktir handknattleiksmenn sýna svo hvernig á að gera hlutina," sagði Bjarni, sem hefur unnið í tæpt ár að gerð disksins ásamt vini sínum úr Breiðholtinu.

„Mér fannst vanta svona efni. Við kennum til að mynda hvernig hægt er að fara út í handbolta. Vonandi kveikja krakkarnir á perunni og skella sér út í handbolta. Þetta er líka einstaklingsmiðað kennslumyndband þannig að krakkarnir geta núna æft sig sjálfir."

Fyrir utan kennsluna gefa þekktustu handboltamenn þjóðarinnar af báðum kynjum góð ráð og löng viðtöl eru við goðsagnirnar Ólaf Stefánsson og Guðjón Val Sigurðsson.

Hægt er að lesa meira um diskinn á Facebook-síðu disksins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×