Jet Korine kveður Skólavörðustíginn 5. desember 2012 07:00 Jette Corinne Jonkers stækkar við sig og opnar nýja verslun við Laugaveg í desember. „Núverandi húsnæði er orðið of lítið. Það hefur verið gaman að sjá fyrirtækið dafna á heilbrigðan hátt síðustu þrjú árin og nú verðum við að flytja í eitthvað stærra og hentugra. Þá getum við loks boðið viðskiptavinunum upp á almennilega mátunaraðstöðu,“ útskýrir fatahönnuðurinn Jette Corinne Jonkers. Verslun hennar flytur í stærra húsnæði við Laugaveg 37 á næstu dögum. Nýja búðin fær nafnið Gloria og þar mun Jette áfram selja eigin hönnun auk fatnaðar frá tískumerkjunum Humanoid, THVM og Base Range, sem framleiðir nærfatnað úr bambus. Jette hannar undir nafninu Jet Korine og eru flíkurnar allar unnar úr náttúrulegum efnum. Hönnun sinni lýsir hún sem praktískri og heilbrigðri. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkru að ég vildi aðeins vinna með náttúruleg efni því ég vildi ekki setja nafnið mitt á neitt sem stæði ekki undir væntingum. Hvað hönnunina varðar þá er hún svolítið hollensk eins og ég. Hollendingar eru praktískt fólk sem kann vel að meta hversdagslegan fatnað. Ég vil að kúnnarnir geti byggt upp heilbrigðan fataskáp sem inniheldur flíkur sem gera mann flottan á hverjum degi, ekki bara um helgar. Þar liggur minn helsti styrkur.“ Jette er fædd og uppalin í sveit Hollandi en flutti síðar til Amsterdam. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum og kveðst sátt á Íslandi, enda þykir sveitastúlkunni gott að búa í svo mikilli nálægð við náttúruna. „Flestar stórborgir eru fullar af menningu en þaðan er langt að sækja náttúruna. Í Reykjavík fær maður bæði menningu og náttúru. Íslenskt hugarfar hefur líka gert mér gott því ég er mjög varkár að eðlisfari og tek sjaldan áhættu. Íslendingar eru yfirleitt tilbúnir til að prófa nýja hluti og það hefur ýtt mér af stað með ýmis verkefni og gefið mér aukið sjálfstraust,“ segir hún. sara@frettabladid.is Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Núverandi húsnæði er orðið of lítið. Það hefur verið gaman að sjá fyrirtækið dafna á heilbrigðan hátt síðustu þrjú árin og nú verðum við að flytja í eitthvað stærra og hentugra. Þá getum við loks boðið viðskiptavinunum upp á almennilega mátunaraðstöðu,“ útskýrir fatahönnuðurinn Jette Corinne Jonkers. Verslun hennar flytur í stærra húsnæði við Laugaveg 37 á næstu dögum. Nýja búðin fær nafnið Gloria og þar mun Jette áfram selja eigin hönnun auk fatnaðar frá tískumerkjunum Humanoid, THVM og Base Range, sem framleiðir nærfatnað úr bambus. Jette hannar undir nafninu Jet Korine og eru flíkurnar allar unnar úr náttúrulegum efnum. Hönnun sinni lýsir hún sem praktískri og heilbrigðri. „Ég tók þá ákvörðun fyrir nokkru að ég vildi aðeins vinna með náttúruleg efni því ég vildi ekki setja nafnið mitt á neitt sem stæði ekki undir væntingum. Hvað hönnunina varðar þá er hún svolítið hollensk eins og ég. Hollendingar eru praktískt fólk sem kann vel að meta hversdagslegan fatnað. Ég vil að kúnnarnir geti byggt upp heilbrigðan fataskáp sem inniheldur flíkur sem gera mann flottan á hverjum degi, ekki bara um helgar. Þar liggur minn helsti styrkur.“ Jette er fædd og uppalin í sveit Hollandi en flutti síðar til Amsterdam. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum og kveðst sátt á Íslandi, enda þykir sveitastúlkunni gott að búa í svo mikilli nálægð við náttúruna. „Flestar stórborgir eru fullar af menningu en þaðan er langt að sækja náttúruna. Í Reykjavík fær maður bæði menningu og náttúru. Íslenskt hugarfar hefur líka gert mér gott því ég er mjög varkár að eðlisfari og tek sjaldan áhættu. Íslendingar eru yfirleitt tilbúnir til að prófa nýja hluti og það hefur ýtt mér af stað með ýmis verkefni og gefið mér aukið sjálfstraust,“ segir hún. sara@frettabladid.is
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira