Handbolti

Sterkt vígi Haukanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukarnir hans Arons eru illviðráðanlegir.
Haukarnir hans Arons eru illviðráðanlegir. Mynd/HAG
Einn leikur fer fram í N1-deild karla í dag þegar Haukar taka á móti ÍR að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

Haukar hafa byrjað mótið best allra liða og eru eina ósigraða lið deildarinnar og eru með fjögurra stiga forskot á toppnum. Nýliðar ÍR hafa staðið sig vel og eru í þriðja sæti deildarinnar sem stendur.

Breiðhyltingum gengur aftur á móti ekki vel er þeir spila utan Austurbergsins og það þarf því eitthvað mikið að breytast ef Haukarnir eiga að tapa sínum fyrsta leik í dag.

ÍR-ingar eru aftur á móti með sterka og reynda menn eins og Ingimund Ingimundarson og Sturlu Ásgeirsson og reynsla þeirra gæti vegið þungt á metunum í þessum leik.

Leiknum verður lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×