Líta falsaða pappíra alvarlegum augum thorunn@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 08:00 Börn í skóla Barnaverndarstofa hefur ekki fengið vitneskju um fleiri mál en það sem nú er í rannsókn lögreglu og það sem dæmt var í fyrir fimm árum síðan. fréttablaðið/ „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki." Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Við lítum það mjög alvarlegum augum ef það er þannig að það kunni að vera mörg börn hér á Íslandi sem koma á fölskum pappírum. Við höfum mikinn áhuga á því að fylgjast með þeirri rannsókn því þá er mögulega um að ræða miklu alvarlegra mál en við höfum hingað til talið vera," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá undanfarna daga telur Útlendingastofnun að fjöldi barna hafi komið hingað til lands og fengið dvalarleyfi með því að framvísa fölskum pappírum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál pars, sem kom með ungt barn hingað til lands fyrr á árinu og sagðist vera foreldrar þess. Í Fréttablaðinu í gær sagði Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, að nokkur mál af þessu tagi hefðu komið á borð hennar á undanförnum árum. Í sumum tilvikum hefðu börnin verið misnotuð á einhvern hátt og viljað komast af heimilunum sem þau dvöldu á. Bragi segir Barnaverndarstofu ekki vera kunnugt um þessi mál og aðeins hafa vitneskju um tvö mál. „Það er ekki gott ef menn fá ábendingar um að verið sé að misnota börn án þess að tilkynna það til barnaverndarkerfisins. Annaðhvort er þetta misskilningur eða málin hafa einfaldlega ekki verið tilkynnt. Við útilokum auðvitað ekkert, og bíðum eftir frekari upplýsingum frá Útlendingastofnun um þetta. Fram að þessu hefur stofnunin ekki haft tök á því að fara í gegnum alla pappíra sem henni berst með þetta fyrir augum." Bragi segir ekki mikla reynslu komna á mál af þessu tagi, en almennt sé meginregla barnaverndaryfirvalda að kanna hagi og aðstæður barna. „Það er grennslast fyrir um það hverjir eru raunverulegir foreldrar barnsins og hvernig það bar að að þeir létu barnið frá sér eða með hvaða hætti það gerðist að fólkið sem hingað kom með barnið öðlaðist yfirráð yfir því." Reynslan frá nágrannaríkjum okkar sé að langoftast reynist börnin náskyld þeim sem koma með þau og ekkert saknæmt eða misjafnt liggi þar að baki. „Það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt þegar svona mál koma upp eins og núna, það verður að rannsaka málið til fullnustu til að reyna að leiða í ljós hvað liggur að baki."
Fréttir Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira