Milljarður í gjaldeyri á Iceland Airwaves Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 24. nóvember 2012 09:00 Erlendum gestum á Iceland Airwaves fjölgaði úr 2.800 árið 2011 í rúmlega 4.000 í ár. Þeir voru meirihluti hátíðargesta í ár. Fréttablaðið/Valli Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm Fréttir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Velta erlendra gesta á Iceland Airwaves í ár var 66 prósentum meiri en á hátíðinni í fyrra. Gestirnir eyddu 800 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu og öðrum 300 milljónum til að komast til landsins. Þá á eftir að reikna ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið, en um 70 prósent gesta sögðust ætla í Bláa lónið og um helmingurinn Gullna hringinn. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur staðið fyrir könnun á meðal erlendra gesta hátíðarinnar ásamt Iceland Music Export. Ef ferðakostnaður er meðtalinn er heildarvelta gesta tæplega 1,1 milljarður króna. Tómas Young, hjá ÚTÓN, segir að þessa miklu veltuaukningu megi skýra með því að erlendum gestum fjölgaði mikið, eða úr um 2.800 í 4.076 á milli ára. Þeir voru í fyrsta sinn í meirihluta gesta, eða um 54 prósent. Tómas segir það orð hafa loðað við gesti Iceland Airwaves að þeir væru sparsamir. "Það er svo sannarlega ekki þannig. Þeir eru bara að eyða jafn miklu og hinn venjulegi ferðamaður." Hann segir niðurstöðuna mjög ánægjulega. "Hátíðin er mjög arðbær og það er ábyggilega mikið af mjög ánægðum verslunar- og bareigendum þarna úti einhvers staðar, kaffihúsa- og plötubúðaeigendum og svo framvegis. Gestirnir eru að eyða dálitlu af peningum."Áætluð útgjöld hvers erlends Airwaves-gests á höfuðborgarsvæðinu á sólarhring.Líkt og áður segir nær könnunin aðeins til þess hve miklu eytt var á höfuðborgarsvæðinu. Spurt var hve miklum peningum þeir vörðu á síðustu 24 klukkustundum í Reykjavík. Meðalútgjöld voru 29.268 krónur daglega á hvern gest og 27.655 að aðgangseyri frátöldum. Þá nær hún ekki til eyðslu innlendra gesta. "Það er ágætis búbót fyrir hagkerfi Reykjavíkur þessa einu helgi í nóvember, sem annars væri dauð."Tómas Young.visir/vilhelm
Fréttir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira