Stjórnin jákvæð í garð kísilverksmiðju 23. nóvember 2012 06:00 Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirhugaða kísiliðju þýska fyrirtækisins CCP á Húsavík. Ætlað er að hún nýti orku úr Bjarnarflagi og Þeistareykjum. Bjarni sagði Landsvirkjun reiðubúna til að ljúka samningum um mitt næsta ár, en opinberan stuðning varðandi samgöngu- og hafnarbætur skorti. Hann spurði hvort eðli verksmiðjunnar réði einhverju um stuðning stjórnarinnar. „Hvort það skipti máli að hér er um kísilverksmiðju að ræða, þar sem kísilverksmiðjur eru jú talsvert verri í mengunarlegu tilliti en til dæmis álver," spurði Bjarni, en álver væru stjórninni ekki þóknanleg. Jóhanna sagði að stjórnin væri jákvæð gagnvart samgöngu- og hafnarbótum í tengslum við verkefnið. „Við styðjum auðvitað öll verkefni, innlend sem erlend, að því er varðar atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar, svo fremi sem það rúmist innan laga og reglna og alþjóðasamninga sem við erum aðilar að." Bjarni taldi svör forsætisráðherra sýna að stjórnin væri ekki tilbúin og gæti ekki svarað því hvort verkefnið rúmaðist innan áætlana eða alþjóðasamninga. „Landsvirkjun er tilbúin, en ríkisstjórnin er ekki tilbúin. Það er hin dapra staðreynd þessa máls."- kóp Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirhugaða kísiliðju þýska fyrirtækisins CCP á Húsavík. Ætlað er að hún nýti orku úr Bjarnarflagi og Þeistareykjum. Bjarni sagði Landsvirkjun reiðubúna til að ljúka samningum um mitt næsta ár, en opinberan stuðning varðandi samgöngu- og hafnarbætur skorti. Hann spurði hvort eðli verksmiðjunnar réði einhverju um stuðning stjórnarinnar. „Hvort það skipti máli að hér er um kísilverksmiðju að ræða, þar sem kísilverksmiðjur eru jú talsvert verri í mengunarlegu tilliti en til dæmis álver," spurði Bjarni, en álver væru stjórninni ekki þóknanleg. Jóhanna sagði að stjórnin væri jákvæð gagnvart samgöngu- og hafnarbótum í tengslum við verkefnið. „Við styðjum auðvitað öll verkefni, innlend sem erlend, að því er varðar atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar, svo fremi sem það rúmist innan laga og reglna og alþjóðasamninga sem við erum aðilar að." Bjarni taldi svör forsætisráðherra sýna að stjórnin væri ekki tilbúin og gæti ekki svarað því hvort verkefnið rúmaðist innan áætlana eða alþjóðasamninga. „Landsvirkjun er tilbúin, en ríkisstjórnin er ekki tilbúin. Það er hin dapra staðreynd þessa máls."- kóp
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Sjá meira