Dæmi um að börnin séu misnotuð hér 23. nóvember 2012 08:00 Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv / Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu, segir að þegar upp komist um málin haldi fólkið því í flestum tilvikum fram að barnið sé skylt öðru þeirra. Hún segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttablaðið sagði frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði nú mál pars sem kom með ungabarn til landsins og lagði fram alla pappíra þess efnis að þau væru foreldrar þess þegar sótt var um dvalarleyfi fyrir það. Þegar óskað var eftir DNA-rannsókn viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins. Fleiri mál af sama toga eru til skoðunar. Margrét segir Ísland bundið fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga og að stjórnvöldum sé fyrst og fremst skylt að vernda réttindi barnanna. „Það hafa komið upp dæmi þar sem börn hafa verið misnotuð, líður illa og vilja komast burt af heimilinu þegar þau eru búin að vera á landinu í einhvern tíma," segir hún. „En í mörgum tilvikum virðist eins og verið sé að fara vel með þau og sambandið milli foreldra og barns sýnist gott og fallegt." Hún segir þessi mál þó alltaf flókin þar sem fólkið hefur brotið lög. Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk, sem segist foreldrar barns, sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. - þeb, sv /
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira