Farið fram á þunga dóma stigur@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 09:00 Langt og strangt Dómarar málsins eiga mikið verk fyrir höndum næstu fjórar vikur. Þessa mynd teiknaði Halldór Baldursson af þeim á þriðjudag. „Því miður er ég hræddur um að það sé búið að ákveða þennan dóm fyrir löngu síðan og það sé bara formsatriði að halda þessi réttarhöld," sagði Annþór Kristján Karlsson þegar honum gafst tækifæri til að ávarpa dóminn í blálokin á eigin réttarhöldum undir kvöld í gær. Annþór er ákærður ásamt Berki Birgissyni og átta öðrum fyrir þrjár líkamsárásir, frelsissviptingar og fjárkúgun. Saksóknari og verjendur fluttu mál sitt í allan gærdag, en í lokin fengu Annþór og Börkur að ávarpa dóminn að eigin ósk. Annþór lýsti þeirri skoðun sinni að málið allt væri atlaga að honum. „Lögregla og aðrir glæpamenn – ég lít á mig sem glæpamann, hef verið glæpamaður í mörg ár – eru búnir að biðja menn að bera ljúgvitni gegn mér," sagði hann. Þá gagnrýndi hann það sem hann kallaði „fíaskó" við flutning hans og Barkar til og frá réttarsölum. „Það er búið að búa til eitthvað „show" eins og við séum alveg svaðalega hættulegir," sagði hann, og bætti við að sjálfur hefði hann ekkert gert sem gæfi tilefni til þess og að Börkur hefði bara hrækt í átt að dómara. „Ég sé ekki alveg ofbeldið í því," sagði Annþór. „Mig langar að lýsa yfir ánægju með það að allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum skuli hafa dregið framburð sinn til baka," sagði Börkur. Þess ber að geta að saksóknari heldur því fram að sá breytti framburður helgist af hótunum Annþórs og Barkar í þeirra garð. Báðir hafa þeir sagst að langmestu leyti saklausir og halda því fram að lögregla hafi falsað skýrslur. Og Börkur bætti um betur í gær: „Lögreglan er búin að hvetja og kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá kvaðst hann ætla að birta upptökur af vitnaskýrslum sem hann fékk afhentar fyrir mistök á netinu sem staðfestingu á óheiðarlegum vinnubrögðum lögreglu. Hann sagðist hafa setið saklaus í fangelsi í átta mánuði vegna málsins, vitnaði í stjórnarskrárákvæðið um að allir menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð og lauk ræðu sinni á þennan hátt:. „Af hverju á þetta ákvæði ekki við um mig?" Það var sækjandi málsins, Karl Ingi Vilbergsson, sem hóf gærdaginn á málflutningi sínum. Hann sagði framburð Annþórs og Barkar mjög ótrúverðugan og benti á að nánast allir sem tengdust málunum sem til umfjöllunar eru væru mjög óttaslegnir við þá. Því næst fór Karl Ingi yfir refsikröfurnar í málinu. Hann fór fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri og sjö ára yfir Berki, með vísan til mikils brotaferils þeirra. Hann krafðist tveggja til þriggja og hálfs árs fangelsis yfir flestum hinna, og hálfs árs fangelsis yfir einum. Verjendurnir tíu tóku við af Karli Inga og töluðu máli skjólstæðinga sinna. Allir voru þeir sammála um að rannsókn lögreglu hefði verið áfátt, jafnvel svo mjög að það ætti að varða frávísun málsins. Lengst töluðu Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, og Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar. Þeir töldu augljóst að lögregla hefði ekki gætt hlutlægni við rannsókn málsins. Hún hefði nær öll beinst að skjólstæðingum þeirra. „Það er eins og það sé verið að reyna að negla þá tvo – ekki hina," sagði Guðmundur, sem sagði til dæmis að það væri „algjör firra" að ætla að sakfella Annþór fyrir árás í Háholti í Mosfellsbæ sem níu sakborninganna eru ákærðir fyrir. „Málið er allt með ólíkindum," samsinnti Ingi Freyr. Allt væri gert til að varpa sök á Annþór og Börk og sumu úr framburði vitna og sakborninga væri „sópað undir teppið" í þeim tilgangi. Að öllu loknu var málið dómtekið. Dómur fellur líklega innan fjögurra vikna. Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Því miður er ég hræddur um að það sé búið að ákveða þennan dóm fyrir löngu síðan og það sé bara formsatriði að halda þessi réttarhöld," sagði Annþór Kristján Karlsson þegar honum gafst tækifæri til að ávarpa dóminn í blálokin á eigin réttarhöldum undir kvöld í gær. Annþór er ákærður ásamt Berki Birgissyni og átta öðrum fyrir þrjár líkamsárásir, frelsissviptingar og fjárkúgun. Saksóknari og verjendur fluttu mál sitt í allan gærdag, en í lokin fengu Annþór og Börkur að ávarpa dóminn að eigin ósk. Annþór lýsti þeirri skoðun sinni að málið allt væri atlaga að honum. „Lögregla og aðrir glæpamenn – ég lít á mig sem glæpamann, hef verið glæpamaður í mörg ár – eru búnir að biðja menn að bera ljúgvitni gegn mér," sagði hann. Þá gagnrýndi hann það sem hann kallaði „fíaskó" við flutning hans og Barkar til og frá réttarsölum. „Það er búið að búa til eitthvað „show" eins og við séum alveg svaðalega hættulegir," sagði hann, og bætti við að sjálfur hefði hann ekkert gert sem gæfi tilefni til þess og að Börkur hefði bara hrækt í átt að dómara. „Ég sé ekki alveg ofbeldið í því," sagði Annþór. „Mig langar að lýsa yfir ánægju með það að allir þeir sem hafa borið mig röngum sökum skuli hafa dregið framburð sinn til baka," sagði Börkur. Þess ber að geta að saksóknari heldur því fram að sá breytti framburður helgist af hótunum Annþórs og Barkar í þeirra garð. Báðir hafa þeir sagst að langmestu leyti saklausir og halda því fram að lögregla hafi falsað skýrslur. Og Börkur bætti um betur í gær: „Lögreglan er búin að hvetja og kúga veikgeðja einstaklinga til að bera ljúgvitni gegn mér." Þá kvaðst hann ætla að birta upptökur af vitnaskýrslum sem hann fékk afhentar fyrir mistök á netinu sem staðfestingu á óheiðarlegum vinnubrögðum lögreglu. Hann sagðist hafa setið saklaus í fangelsi í átta mánuði vegna málsins, vitnaði í stjórnarskrárákvæðið um að allir menn væru saklausir uns sekt þeirra væri sönnuð og lauk ræðu sinni á þennan hátt:. „Af hverju á þetta ákvæði ekki við um mig?" Það var sækjandi málsins, Karl Ingi Vilbergsson, sem hóf gærdaginn á málflutningi sínum. Hann sagði framburð Annþórs og Barkar mjög ótrúverðugan og benti á að nánast allir sem tengdust málunum sem til umfjöllunar eru væru mjög óttaslegnir við þá. Því næst fór Karl Ingi yfir refsikröfurnar í málinu. Hann fór fram á átta ára fangelsi yfir Annþóri og sjö ára yfir Berki, með vísan til mikils brotaferils þeirra. Hann krafðist tveggja til þriggja og hálfs árs fangelsis yfir flestum hinna, og hálfs árs fangelsis yfir einum. Verjendurnir tíu tóku við af Karli Inga og töluðu máli skjólstæðinga sinna. Allir voru þeir sammála um að rannsókn lögreglu hefði verið áfátt, jafnvel svo mjög að það ætti að varða frávísun málsins. Lengst töluðu Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, og Ingi Freyr Ágústsson, verjandi Barkar. Þeir töldu augljóst að lögregla hefði ekki gætt hlutlægni við rannsókn málsins. Hún hefði nær öll beinst að skjólstæðingum þeirra. „Það er eins og það sé verið að reyna að negla þá tvo – ekki hina," sagði Guðmundur, sem sagði til dæmis að það væri „algjör firra" að ætla að sakfella Annþór fyrir árás í Háholti í Mosfellsbæ sem níu sakborninganna eru ákærðir fyrir. „Málið er allt með ólíkindum," samsinnti Ingi Freyr. Allt væri gert til að varpa sök á Annþór og Börk og sumu úr framburði vitna og sakborninga væri „sópað undir teppið" í þeim tilgangi. Að öllu loknu var málið dómtekið. Dómur fellur líklega innan fjögurra vikna.
Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira