Hjón í eina gröf eftir mistök í kirkjugarði gar@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 07:00 Hlið við hlið Móðir Gísla er grafin í duftkirkjugarðinum í Garðaholti og ætlar Gísli að hvíla að lokum við hlið hennar. Bróðir Gísla og mágkona verða síðan í einni gröf honum við hlið en ekki fyrir framan eins og Gísli segir að hafi verið frágengið fyrir níu árum. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann." Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Þetta er út í hött. Ástvinir vilja vera saman," segir Gísli Líndal í Holti í Garðabæ, sem telur að ókunnug kona hafi verið jarðsett í leiði sem frátekið var fyrir fjölskylduna í kirkjugarðinum í Garðaholti. Móðir Gísla lést árið 2003 og var þá jarðsett í duftreit í kirkjugarðinum við Garðakirkju. „Þegar mamma dó óskuðum við eftir að fá fjóra reiti og var þá sagt að það væri ekkert mál enda var hún aðeins þriðja manneskjan í nýjum reit. Við tókum margsinnis fram að það þyrfti að vera pláss fyrir framan og við hliðina á henni og þannig var þetta sett upp," útskýrir Gísli. Viðbótarstæðin þrjú segir Gísli hafa verið ætluð honum sjálfum, bróður hans og mágkonu. Fyrir nokkrum vikum tók hann eftir að jarðsett hefði verið í grafstæðinu beint fyrir framan móður hans. Hann hafi óskað eftir skýringum hjá stjórnendum kirkjugarðsins. „Þau sögðust ekki hafa funduð neina pappíra. Það er ósköp einfalt að skýla sér á bak við það," segir Gísli, sem kveður mistök hafa orðið og tengir þau við að nýtt fólk hafi tekið við stjórn kirkjugarðsins í sumar. Stefán Heimir Finnbogason staðfestir frásögn Gísla bróður síns. „Þegar mamma var sett niður var óskað eftir þremur aukastæðum og að við værum þarna fjögur í ferningi," segir Stefán, sem hefur rætt við stjórnendur kirkjugarðsins og fallist á að hann og eiginkona hans hvíli í einni gröf við hliðina á Gísla og móður þeirra bræðra. „Það er ekki hægt að breyta þessu og það skiptir engu máli fyrst þetta fór svona." Þórunn Björgvinsdóttir kirkjuhaldari segir það misskilning hjá þeim bræðrum að þrjú viðbótarleiði hafi verið frátekin í ferningi. Aðeins tvö leiði hafi verið tekin frá fyrir þá bræður. Þau séu bæði til hliðar við móður þeirra. „Þannig er teikningin af þessu. Það er búið að tala við bróður hans og hans konu. Frekar en að fara eitthvert annað ætla þau saman í eitt leiði og Gísli fær það sem hann bað um. Gísli hefur hugsað þetta öðruvísi í upphafi en ekki skilið hvernig var frá þessu gengið," segir kirkjuhaldarinn. Þótt Gísli sé óánægður hyggst hann halda sínu striki og leggjast til hvílu við hlið móður sinnar þegar sú stund rennur upp. „Ég fer á minn stað – ef það verður ekki búið að planta ofan í hann."
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira