Komu með hvítvoðung til landsins á fölskum pappírum þeb skrifar 22. nóvember 2012 08:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. - Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál sem varðar mansal, eftir að par sem kom með ungbarn til landsins fyrr á árinu reyndist ekki foreldrar barnsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er parið búsett á Íslandi en fór utan fyrr á árinu og kom svo aftur til landsins með nýfætt barn. Þau sögðust eiga barnið og lögðu fram fæðingarvottorð og önnur gögn því til staðfestingar. Gögnin virtust vera í lagi við fyrstu sýn. Síðar vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist og farið var fram á að þau færu í DNA-próf til að sanna skyldleika sinn við barnið. Þá viðurkenndu þau að vera ekki raunverulegir foreldrar barnsins og að skjölin væru fölsuð. Útlendingastofnun hefur samkvæmt lögum um útlendinga heimild til að fara fram á að umsækjandi um dvalarleyfi eða ættmenni hans gangist undir DNA-próf. Málið er rannsakað sem mansalsmál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í það minnsta til að byrja með, og hefur barnaverndaryfirvöldum verið gert viðvart um það. Ekki er talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Samkvæmt almennum hegningarlögum er ólöglegt að greiða fyrir mansali með því að falsa ferða- eða persónuskilríki og annast milligöngu um eða útvega slík skilríki. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið fór þess á leit við hann. Hann sagðist þó geta staðfest að hjá lögreglunni væru nokkur mál til rannsóknar sem vörðuðu mansalsákvæði laga. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu er eitt þeirra grunur um mansal á kínverskum nuddstofum í Reykjavík. -
Fréttir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira