Höfum við efni á að búa til afreksfólk? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar. Ríkissjónvarpið fór með í eina slíka för, það var sigurför. Íslendingar fylltust stolti og gleðitár runnu niður vanga áhorfenda heima í stofu þegar þeir fylgdust með og tóku þátt í ósviknum sigurdansi. Landsliðin unnu tvö gull á Evrópumeistaramótinu í það skiptið. Á bak við slíka sigurför liggja ómældar vinnustundir, sviti, tár og óendanlegur metnaður. Stefnumótun um afreksíþróttir Íslenskt íþróttafólk er nauðsynlegar fyrirmyndir og sameign okkar allra. Sameign sem sameinar okkur sem þjóð og hvetur æskufólk til dáða. Síðastliðið haust gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnumótun í íþróttamálum til ársins 2015. Þar er meðal annars kveðið á um að stuðningur ríkisins við sérsambönd tryggi að þau geti tryggt þátttöku íþróttafólks á alþjóðlegum mótum sem fulltrúar Íslands. Íþróttahreyfingin lítur stefnumótunina mjög jákvæðum augum og telur hana vera framfaraskref fyrir íslenskt íþróttalíf. En til að stefna verði að veruleika þarf peninga til að hrinda henni í framkvæmd. Hin hliðin Íslenskar afreksíþróttir eru fjármagnaðar með framtaki sjálfboðaliða, fjárframlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og af afreksfólkinu sjálfu. Þetta er sú hlið afreksíþrótta sem sjaldnast er talað um þegar íslenska þjóðin gleðst yfir sigrum síns fólks. Fimleikahreyfingin er rekin sem sjálfboðaliðahreyfing eins og íþróttahreyfingin í landinu almennt. Þó eru nokkrir einstaklingar sem búa yfir svo sértækri þekkingu að sjálfboðaliðar fylla ekki þeirra skörð, það eru einstaklingar sem gegna störfum fyrir hreyfinguna sem krefjast sérhæfðrar menntunar, þekkingar eða hæfileika. Þetta eru til dæmis þjálfarar, dómarar og keppendurnir sjálfir. Fimleikasamband Íslands fer ekki varhluta af því að fjármagn til að standa straum af starfi afreksíþróttafólks er af skornum skammti. Okkar fremsta fimleikafólk fjármagnar alfarið sjálft þátttöku sína á mótum og viðburðum sem þau eru valin til að taka þátt í. Það fjármagn sem Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fer alfarið í að standa straum af öðrum kostnaði við þátttöku. Árangur krefst sérfræðiþekkingar Fimleikasambandið hefur yfir að ráða fjölmörgum einstaklingum sem búa yfir sérfræðiþekkingu sem til þarf til að ná árangri í íþróttinni. Allt þetta fólk vinnur að langmestu leyti sjálfboðaliðastörf. En sambandið verður að hafa fjármagn til að kosta þjálfara og dómgæslu á alþjóðlegum mótum, ella fellur keppnisréttur okkar niður. Með veikum mætti höfum við reynt að hjálpa keppendum að fjármagna ferðirnar með umsóknum í sjóði. En þrátt fyrir það greiða keppendur á vegum Fimleikasambandsins sjálfir á milli fimm hundruð þúsund króna til einnar milljónar króna á ári úr eigin vasa til að vera fulltrúar Íslands á erlendri grundu. Þetta ástand er óviðunandi, það hljóta allir að sjá. Bjartsýni, von og stolt Sigur Evrópumeistaranna hvílir á áralangri vinnu, vinnu sem skilar okkur gleði og ánægju, fyllir okkur stolti og hvetur börn og unglinga til að leggja sig fram í heilbrigðum tómstundum. Fimleikasamband Íslands hvetur stjórnvöld til að huga að því að setja aukið fé til afreksstarfs íþróttahreyfingarinnar. Í tilfelli íslensks fimleikastarfs mun það skila sér margfalt í glæsilegu afreksfólki, metnaðarfullu starfi með börnum og unglingum og bjartsýni og von fyrir íslenskt samfélag.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar