Fordómar gegn fötluðum 22. nóvember 2012 06:00 Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þessi pistill er til atvinnurekenda og ráðningarfyrirtækja sem eru í þeirri stöðu að ráða fólk til starfa. Fyrir 10 árum varð ég fyrir þeirri lífsreynslu að lenda í umferðarslysi með þeim afleiðingum að missa vinstri handlegg. Eftir slysið hef ég orðið var við að fyrirtæki eru ekki tilbúin að ráða til sín fólk sem hefur orðið fyrir fötlun. Til að styrkja stöðu mína á vinnumarkaði fór ég í Verkmenntaskólann á Akureyri haustið 2003 og útskrifaðist þaðan af viðskiptabraut vorið 2008. Árin 2005-2008, á meðan ég var í skólanum, vann ég hjá N1 sem vaktstjóri með skólanum á veturna og svo í afleysingum á sumrin. Haustið 2008 fékk ég svo fulla vinnu í afleysingum en í febrúar 2009 fékk ég svo fastráðningu en var sagt upp störfum í lok febrúar 2012. Langtíma atvinnuleysi Frá þeim tíma hef ég verið atvinnulaus, þrátt fyrir að hafa sótt um öll þau störf sem auglýst hafa verið í dagskránni hér á Akureyri. Í sumum starfsviðtölum hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð og mér verið sagt að allt í ferilskránni minni passi fyrir starfið en fæ síðan neitun eða ekkert svar. Ótrúlegt er hve margir sýna þá óvirðingu og vanþakklæti að svara ekki starfsumsóknum eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Það á jafnt við um fyrirtækin sem auglýsa beint eftir fólki og ráðningarstofurnar þegar sótt er um störfin í gegnum þær. Til dæmis sótti ég um starf hjá fyrirtæki hér í bæ í maí síðastliðnum og fékk ekkert svar frá því og svo í september þá auglýsir það nákvæmlega sama starfið aftur. Hvað er í gangi hjá atvinnurekendum í dag? Vilja þeir ekki ráða fólk til sín í vinnu sem komið er yfir miðjan aldur og fá þá kannski þá reynslu af atvinnulífinu frá þeim starfsmönnum sem eru að sækja um? Árið 2004 fór ég á milli fyrirtækja og var að leita að vinnu og í einu slíku tilfelli var ég varla kominn út úr einu fyrirtækinu þegar ég heyrði að þeir hefðu ekkert með svona mann að gera því hann gæti ekki gert alla hluti sem þyrfti að gera. Hvernig geta menn sagt svona þegar þeir vita ekkert hvað viðkomandi getur gert eins og í mínu tilfelli bara með aðra höndina? Fólk þarf að fá tækifæri Stundum þegar fyrirtæki auglýsa eftir fólki þá er krafist reynslu í þessu eða hinu og það fólk sem hefur ekki þessa reynslu hefur enga möguleika á að fá viðkomandi vinnu, eins og þeir sem fatlaðir eru geti ekki lært nýja hluti eða vinnubrögð. Ég bara spyr, hvernig á fólk að fá reynsluna við viðkomandi störf ef það fær ekki að prófa hvort það geti leyst verkin af hendi? Sem dæmi, þá hef ég þessi 10 ár síðan ég slasaðist þurft að hugsa upp á nýtt, þróa og finna út hvernig á að gera hlutina með annarri hendi til dæmis hin ýmsu verkefni eins og að reka nagla í steinvegg, skipta um dekk á bíl og gera við, smíða, mála, raða í hillur, bera þunga hluti og fleira þess háttar og einnig má nefna að bara það sem allir gera án þess að hugsa um eins og að klippa neglurnar, binda bindishnút, reima skóna sína, allt þetta þarf að læra upp á nýtt. Satt best að segja er ótrúlegt hvað hægt er að gera með einni hendi með góðum vilja og jákvæðni. Lokaorð mín til atvinnurekanda eru þau að margt fatlað fólk er ekki verra til vinnu en hver annar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun