Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sjá meira
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sjá meira