Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Sjá meira