Sigríðarólánið Jóhann Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Andersen, sem situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ýjar að því í grein í Fréttablaðinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi narrað fjölda fólks til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Sigríður segir að í lok árs 2007 hafi viðskiptabankarnir verið nær hættir að lána til íbúðakaupa vegna aðsteðjandi þrenginga. „Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir,“ segir greinarhöfundur. Ég vil kurteislega benda Sigríði á að Landsdómur sakfelldi þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á þessu ári fyrir að halda ekki fundi með ríkisstjórninni til að ræða alvarlega stöðu sem við blasti þegar í febrúar árið 2008. Hann ræddi málin áreiðanlega ekki við Jóhönnu sem tók við af honum á stóli forsætisráðherra og hefur haft forystu æ síðan um að endurreisa efnahagslífið. Hún hefur einnig haft forgöngu um bætt verklag á vettvangi ríkisstjórnarinnar til þess að tryggja að mikilvæg málefni ríkisins hafni ekki í höndum innvígðra og innmúraðra. Áður en Sigríður reynir aftur að koma höggi á Jóhönnu ætti hún að lesa fréttatilkynningu forsætisráðuneytis Geirs H. Haarde dagsetta í júní 2008: „Mjög hefur hægt á veltu á fasteignamarkaði á yfirstandandi ári. Fasteignamarkaðurinn er mikilvægur hluti af hagkerfinu og veruleg kólnun hans myndi magna efnahagssamdrátt almennt og koma niður á íbúðarkaupendum og íbúðareigendum,“ segir þar. Aðgerðirnar á miðju árinu 2008 voru eins konar neyðarráðstöfun. Þær voru ræddar í ríkisstjórn að frumkvæði þáverandi forsætisráðherra og Seðlabankinn lagði blessun sína yfir þær. Þær fólust m.a. í nýjum lánaflokkum Íbúðalánasjóðs til að koma í veg fyrir að fasteignamarkaðurinn botnfrysi. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuðu úr 18 í 20 milljónir króna. Áður hafði Jóhanna beitt sér fyrir því að lækka 90% lánshlutfall frá stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks niður í 80%. Ógöngurnar nú má frekar rekja til þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afnámu félagslega íbúðakerfið og húsbréfakerfið og settu íbúðalán á frjálsan markað. Það er ólán Sigríðar að hafa ekki kynnt sér málið betur áður en hún reiddi til höggs.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar