Í þágu komandi kynslóða Katrín Júlíusdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar