Í þágu komandi kynslóða Katrín Júlíusdóttir skrifar 30. október 2012 08:00 Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við efnahagshrunið 2008 skruppu tekjur ríkissjóðs verulega saman og miklar skuldir söfnuðust upp vegna nauðsynlegra ráðstafana til þess að halda þjóðarskútunni á floti. Fjölmörg heimili um allt land upplifðu svipaða fjárhagsörðugleika og megnið af stærstu fyrirtækjum landsins varð tæknilega gjaldþrota. Ljóst var að draga þyrfti skarpt úr útgjöldum ríkissjóðs til að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum. Sagt á einfaldan máta: við þurftum að eyða talsvert minna og afla miklu meira. Í stað þess að ráðast í stórfelldan niðurskurð fyrir fjárlögin 2009 var ákveðið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að treysta á blandaða leið hagvaxtar, skattkerfisbreytinga og niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Markmiðið var að vinna bug á þeim mikla fjárlagahalla sem blasti við eftir efnahagshrunið en halda um leið uppi einkaneyslu og atvinnustigi. Sú leið hefur reynst vera farsæl og vakið athygli víða. Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldunum hefur ekki verið sársaukalaus. En hann var nauðsynlegur til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Breytum vöxtum í velferðÞví var spáð þegar á árinu 2009 að á árunum 2013 og 2014 myndu Íslendingar vera að rétta úr kútnum í efnahagslegu tilliti meðan skuldakreppan yrði að vaxandi vandamálum víða í Evrópu, þar sem ríkissjóðir pumpuðu fé inn í gjaldþrota bankakerfi. Við erum þegar farin að njóta hagvaxtar og hægt vaxandi fjárfestinga en þó er vandasöm sigling fram undan. Mikilvægt er að missa ekki landsýn og hafa borð fyrir báru frekar en að ana út í óvissu og láta ótímabæra bjartsýni villa sér sýn. Raunsæ yfirsýn og heildarmat á stöðunni og næstu framtíð er hverjum Íslendingi lífsnauðsyn. Nú fjórum árum eftir hrun er staðan þannig að árið 2013 er gert ráð fyrir að um 15% af áætluðum heildartekjum ríkissjóðs muni fara í vaxtakostnað eða samtals um 88 milljarðar króna. Fyrir þá upphæð gætum við rekið menntakerfið allt í meira en eitt og hálft ár. Mikið væri gott að geta varið hluta af þessum fjármunum frekar í aukna menntun og umbætur í velferðarþjónustu. Við þurfum að byrja að greiða niður skuldir til að minnka þennan kostnað. Ríkissjóður Íslands skuldar of mikið og vaxtakostnaðurinn vegur of þungt í fjárlögum. Þáttaskil í ríkisfjármálumÞau þáttaskil eru í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 sem liggur fyrir Alþingi að gjöld og tekjur standast nokkurn veginn á ef óreglulegir liðir eru meðtaldir. Án óreglulegra liða verður heildarjöfnuður hins vegar lítils háttar jákvæður eða sem nemur 4,3 milljörðum króna. Óreglulegir liðir eru útgjaldaliðir sem geta sveiflast talsvert milli ára og stjórnvöld eða Alþingi geta ekki haft mikil áhrif á, a.m.k ekki til skamms tíma. Sem dæmi um óreglulega liði má nefna lífeyrisskuldbindingar, afskriftir skattkrafna, afskrifuð eiginfjárframlög og tapaðar kröfur auk annarra liða. Brýnasta verkefniðAð sama skapi er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs fari nú lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu (VLF) í fyrsta skipti frá hruni. Í júlí sl. námu skuldir ríkissjóðs um 1.508 milljörðum króna og er áætlað að þær muni nema 1.497 mö.kr. við árslok 2012 sem mun þá vera um 85% af landsframleiðslu. Mikil skuldsetning ríkissjóðs er veikleikamerki sem hefur neikvæð áhrif á allt íslenska hagkerfið. Því verður það forgangsmál að skila afgangi af fjárlögum og nýta hann til að greiða niður skuldir. Slíkt er eingöngu mögulegt ef áfram verður rekin ábyrg ríkisfjármálastefna með myndarlegum afgangi á fjárlögum ríkisins. Engin vandamál verða leyst án þess að við sem einstaklingar og sem þjóð viðurkennum þau í verki. Þess vegna er það okkar brýnasta og stærsta verkefni að sameinast um að lækka vaxtakostnað sameiginlegs sjóðs landsmanna. Við vinnum okkur út úr vandanum og skilum Íslandi skuldlitlu til komandi kynslóða. Það er verkefnið.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar