Yfir 100 fórnarlömb mansals hér á landi 26. október 2012 08:15 kvóthaus Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, Margrét Steinarsdóttir, hefur hitt meira en hundrað fórnarlömb mansals á Íslandi á undanförnum árum. Átta manns hafa leitað sér aðstoðar til hennar það sem af er ári. Algengasta form mansals hér á landi er kynlífsiðnaður og eru flest fórnarlömbin konur. Karlar lenda þó einnig í klóm einstaklinga sem stunda mansal, en það er frekar tengt illa eða alveg ólaunaðri vinnu. Þeir eru sumir hverjir látnir vinna frá morgni til kvölds, við blaðaútburð, byggingarvinnu eða þjónustustörf. Margrét segir þrælahald á Íslandi í dag vera staðreynd. Þó hafi margt breyst síðan lög um nektarstaði voru sett á, en hún hefur aðstoðað fjölda kvenna sem hafa leitað sér hjálpar eftir að hafa unnið á slíkum stöðum og verið neyddar út í vændi. „Sumar konur giftust mönnum sem gerðu þær svo út í vændi. Margar hverjar voru í ofbeldissamböndum eftir að þær hættu að dansa á stöðunum og gátu ekki náð stjórn yfir eigin lífi," segir hún. Brýnt sé að gera frekari rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu á málaflokknum hér á landi. Þá þurfi að auka eftirlit með þeim löglegu leiðum sem einstaklingar nota til að koma til landsins, eins og fjölskyldusamninga og au pair-leyfi. Hafa verði í huga að mansal verður ekki að fela í sér smygl, blekkingu eða nauðung, heldur koma mörg fórnarlömb þess af fúsum og frjálsum vilja til landsins. - sv / Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, Margrét Steinarsdóttir, hefur hitt meira en hundrað fórnarlömb mansals á Íslandi á undanförnum árum. Átta manns hafa leitað sér aðstoðar til hennar það sem af er ári. Algengasta form mansals hér á landi er kynlífsiðnaður og eru flest fórnarlömbin konur. Karlar lenda þó einnig í klóm einstaklinga sem stunda mansal, en það er frekar tengt illa eða alveg ólaunaðri vinnu. Þeir eru sumir hverjir látnir vinna frá morgni til kvölds, við blaðaútburð, byggingarvinnu eða þjónustustörf. Margrét segir þrælahald á Íslandi í dag vera staðreynd. Þó hafi margt breyst síðan lög um nektarstaði voru sett á, en hún hefur aðstoðað fjölda kvenna sem hafa leitað sér hjálpar eftir að hafa unnið á slíkum stöðum og verið neyddar út í vændi. „Sumar konur giftust mönnum sem gerðu þær svo út í vændi. Margar hverjar voru í ofbeldissamböndum eftir að þær hættu að dansa á stöðunum og gátu ekki náð stjórn yfir eigin lífi," segir hún. Brýnt sé að gera frekari rannsóknir og tölfræðiúrvinnslu á málaflokknum hér á landi. Þá þurfi að auka eftirlit með þeim löglegu leiðum sem einstaklingar nota til að koma til landsins, eins og fjölskyldusamninga og au pair-leyfi. Hafa verði í huga að mansal verður ekki að fela í sér smygl, blekkingu eða nauðung, heldur koma mörg fórnarlömb þess af fúsum og frjálsum vilja til landsins. - sv /
Fréttir Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira