Átakalínurnar skýrar sem aldrei fyrr 26. október 2012 07:00 Ráðherra Það var þungt yfir ráðherra á fundi LÍÚ en það sama má segja um þá sem hlýddu á eldmessu Steingríms. fréttablaðið/anton Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, reifaði í upphafsræðu fundarins þá sýn útgerðarinnar í landinu, sem hefur legið fyrir lengi, að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða væri atlaga að greininni og þá ekki síst að hækkun veiðigjalda. Hann sagði að fjölmörg fyrirtæki myndu ekki rísa undir gjaldtökunni og þau sem hefðu hrygg til að standa undir henni stæðu löskuð eftir. „Fjárfestingar, þróunarstarf og nýsköpun dragast saman og fyrirtæki sem byggja afkomu og rekstur sinn á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja veikjast. Hér er um sannkallaðan landsbyggðarskatt að ræða þar sem meginstarfsemi sjávarútvegsins er utan höfuðborgarsvæðisins," sagði Adolf í ræðu sinni. Átök á vinnumarkaðiAdolf vék að sameiginlegum hagsmunum útgerðarinnar og sjómanna í landinu í ræðu sinni; að útgerðin og sjómenn deili kjörum í hlutaskiptakerfi. Það kerfi sagði Adolf að gæti ekki haldist óbreytt ef veiðigjöldin stæðu. Skattlagningin myndi fela í sér átök á vinnumarkaði með tilheyrandi tjóni. Adolf spurði: „Stjórnvöld halda því fram að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launatengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrirtækin hafa ekki?" Undir lok ræðunnar sagði Adolf: „Ég skora á atvinnuvegaráðherra að hlusta á þau rök sem fram hafa verið færð af okkar hálfu og annarra og beita sér fyrir endurskoðun laganna um veiðigjöld til að forða því tjóni sem við blasir." Aðalfundur en ekki jarðarförSteingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra steig næstur í pontu og tók það fram fyrst af öllu að hans sýn væri á allt öðrum nótum en komið hefði fram hjá formanni LÍÚ. Greinin stæði styrkum fótum og væri vel aflögufær. Hann sagðist því ætla að ávarpa fundarmenn á þeim nótum að hann væri staddur á aðalfundi LÍÚ en ekki jarðarför. Hann spurði, í samhengi við jákvæðar afkomutölur útgerðarinnar að undanförnu, hvernig hljóðið hefði verið á fundum LÍÚ fyrr á árum þegar útgerðin var sannarlega í erfiðleikum. Þetta féll í misjafnan jarðveg hjá fundarmönnum og heyrðist kallað úr sal að ráðherra ætti að skammast sín. Steingrímur gaf stöðu þjóðarbúsins frá hruni töluvert vægi í ræðu sinni. Hann sagði það nauðsynlegt því að þeir sem færu með stjórn landsins gætu ekki leyft sér þann munað að horfa eingöngu á þröng hagsmunamál einnar greinar. „Það þarf að reka fleira en sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að reka Ísland," sagði Steingrímur og ljóst að hann vísaði til þess að allir þyrftu að leggja sitt til – ekki síst sjávarútvegurinn í landinu. Markaðsmál áhyggjuefniMarkaðir fyrir sjávarafurðir var sennilega eini snertipunkturinn í ræðum þeirra Adolfs og Steingríms þar sem þeir voru á sömu línu. Þeir deila þeirri skoðun að blikur séu á lofti á mörkuðum og að óvissan hafi aukist verulega að undanförnu. Erfiðir tímar blasa við, sagði Adolf. Steingrímur sagði að sterkir markaðir Íslendinga í Evrópu væru að gefa eftir. Á sama tíma lægi fyrir að framboð á þorski úr Barentshafi myndi aukast stórlega á næsta ári og makríldeilan gæti spilað inn í þessa mynd: „Til dæmis þannig að vinir okkar Norðmenn komi þeim skilaboðum á framfæri í Bretlandi að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að loka á íslenskan fisk þar sem þeir gætu séð um að fylla í skarðið með þorski úr Barentshafi," sagði ráðherra og hvatti menn til að sameinast því krappur dans gæti verið fram undan á komandi mánuðum. Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, reifaði í upphafsræðu fundarins þá sýn útgerðarinnar í landinu, sem hefur legið fyrir lengi, að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða væri atlaga að greininni og þá ekki síst að hækkun veiðigjalda. Hann sagði að fjölmörg fyrirtæki myndu ekki rísa undir gjaldtökunni og þau sem hefðu hrygg til að standa undir henni stæðu löskuð eftir. „Fjárfestingar, þróunarstarf og nýsköpun dragast saman og fyrirtæki sem byggja afkomu og rekstur sinn á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja veikjast. Hér er um sannkallaðan landsbyggðarskatt að ræða þar sem meginstarfsemi sjávarútvegsins er utan höfuðborgarsvæðisins," sagði Adolf í ræðu sinni. Átök á vinnumarkaðiAdolf vék að sameiginlegum hagsmunum útgerðarinnar og sjómanna í landinu í ræðu sinni; að útgerðin og sjómenn deili kjörum í hlutaskiptakerfi. Það kerfi sagði Adolf að gæti ekki haldist óbreytt ef veiðigjöldin stæðu. Skattlagningin myndi fela í sér átök á vinnumarkaði með tilheyrandi tjóni. Adolf spurði: „Stjórnvöld halda því fram að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerðum ætlað að greiða um 40% í laun og launatengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrirtækin hafa ekki?" Undir lok ræðunnar sagði Adolf: „Ég skora á atvinnuvegaráðherra að hlusta á þau rök sem fram hafa verið færð af okkar hálfu og annarra og beita sér fyrir endurskoðun laganna um veiðigjöld til að forða því tjóni sem við blasir." Aðalfundur en ekki jarðarförSteingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra steig næstur í pontu og tók það fram fyrst af öllu að hans sýn væri á allt öðrum nótum en komið hefði fram hjá formanni LÍÚ. Greinin stæði styrkum fótum og væri vel aflögufær. Hann sagðist því ætla að ávarpa fundarmenn á þeim nótum að hann væri staddur á aðalfundi LÍÚ en ekki jarðarför. Hann spurði, í samhengi við jákvæðar afkomutölur útgerðarinnar að undanförnu, hvernig hljóðið hefði verið á fundum LÍÚ fyrr á árum þegar útgerðin var sannarlega í erfiðleikum. Þetta féll í misjafnan jarðveg hjá fundarmönnum og heyrðist kallað úr sal að ráðherra ætti að skammast sín. Steingrímur gaf stöðu þjóðarbúsins frá hruni töluvert vægi í ræðu sinni. Hann sagði það nauðsynlegt því að þeir sem færu með stjórn landsins gætu ekki leyft sér þann munað að horfa eingöngu á þröng hagsmunamál einnar greinar. „Það þarf að reka fleira en sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að reka Ísland," sagði Steingrímur og ljóst að hann vísaði til þess að allir þyrftu að leggja sitt til – ekki síst sjávarútvegurinn í landinu. Markaðsmál áhyggjuefniMarkaðir fyrir sjávarafurðir var sennilega eini snertipunkturinn í ræðum þeirra Adolfs og Steingríms þar sem þeir voru á sömu línu. Þeir deila þeirri skoðun að blikur séu á lofti á mörkuðum og að óvissan hafi aukist verulega að undanförnu. Erfiðir tímar blasa við, sagði Adolf. Steingrímur sagði að sterkir markaðir Íslendinga í Evrópu væru að gefa eftir. Á sama tíma lægi fyrir að framboð á þorski úr Barentshafi myndi aukast stórlega á næsta ári og makríldeilan gæti spilað inn í þessa mynd: „Til dæmis þannig að vinir okkar Norðmenn komi þeim skilaboðum á framfæri í Bretlandi að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að loka á íslenskan fisk þar sem þeir gætu séð um að fylla í skarðið með þorski úr Barentshafi," sagði ráðherra og hvatti menn til að sameinast því krappur dans gæti verið fram undan á komandi mánuðum.
Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira